Hugur - 01.06.2010, Blaðsíða 175
Freud og dulvitundin (oglistin)
m
Ég tel Maclntyre vera á réttri leið, ekki síst þegar hann hafnar kenningunni um
dulvitund með stórum staf án þess að neita því að einstakar athafnir geti verið
ómeðvitaðar. Hann hefur líka á réttu að standa er hann bendir á kvíavillur Freuds.
Auk þess er kenningin um skáldlegt eðli sálgreiningar athygli vekjandi.
Maclntyre er ekki einn um að vera á réttu róli, John Searle er meðal förunaut-
anna. Hann segir með sann að enginn viti hvað ómeðvituð hugsun sé. Menn tali
eins og dulvituð hugsun sé meðvituð hugsun án meðvitundar! (Searle 1995:128)
Searle neitar reyndar ekki tilvist dulvitundar en segir að það sem sé dulvitað hljóti
að vera eitthvað sem gæti orðið meðvitað. Ef ekki þá væri um að ræða heilaferli
sem ekki hafi neitt með vitund að gera fremur en þau heilaferli sem stjórna melt-
ingunni. Enginn myndi halda því fram að meltingarstjórn heilans væri dulvituð.
Sé dulvitund á annað borð til þá sé hún einfaldlega eins og forvitund Freuds. Þó
ég sé ekki meðvitaður um símanúmer Gumma í augnablikinu þá get ég orðið það.
Séu til dulvitaðar, bældar hugsanir eða tilfinningar á annað borð til þá ætti að vera
hægt að gera þær meðvitaðar með sama hætti og símanúmerið. Að öðrum kosti séu
þessi bældu hugrænu ferli ekki lengur hugræn heldur hrein efnisferli í heilanum.
Reyndar séu forvituð fyrirbæri líka heilaferli en þessi ferli geti orsakað meðvituð
ferli, ég man allt í einu símanúmerið hans Gumma. Það myndi ég ekki geta nema
eitthvað gerðist í heilanum.
Searle heldur því fram að Freud hafi talið að öll hugræn ferli væru ómeðvituð í
sjálfum sér og það að verða meðvitaður um þau sé eins og að skynja umhverfi sitt.
Meðvitund sé því eins konar innri skynjun. Munurinn á meðvituðu og ómeðvituðu
ástandi sé hreint ekki að annað sé meðvitað, hitt ómeðvitað, bæði séu ómeðvituð en
hið meðvitaða er skynjað.
En þessi kapall gengur ekki upp, segir Searle. Til að tala um eiginlega skynjun
verði að vera hægt að greina milli skynjunar og þess sem skynjað er. En það getum
við ekki þegar um er að ræða innri skynjun. Skoði ég hug minn til að kanna eigið
hugarástand þá breytist hugarástandið í skoðunar-hugarástand, ekki sé hægt að
greina milh skynjunar á hugarástandi og ástandinu sjálfö. Til að gera illt verra sé
ómögulegt að greina milli réttrar og rangrar innri skynjunar, því enginn munur sé á
skynjun og viðfangi. Þetta þýði að innri skynjun geti ekki átt sér stað (við má bæta:
Með hvaða skynfæri skoða menn huga sinn?). Spurningin sé líka hvort Freud lendi
í vítarunu. Skynjun er hugrænt ferli og hugræn ferli séu ómeðvituð samkvæmt
kokkabókum Freuds. Þar af leiðir að innri skynjun hljóti líka að vera ómeðvituð.
Til þess að verða meðvitaður um þessa ómeðvituðu innri skynjun verði menn að
skynja hana og svo koll af kolli að eih'fö. Við lendum sem sagt í vítarunu (Searle
1992:158-173).
Searle er reyndar frægur fyrir ýmislegt annað en að fara nákvæmlega með kenn-
ingar annarra, ekki skal sagt hvort Freud hafi trúað því að öll hugræn ferli væru
ómeðvituð.6 Alla vega draga kenningar Searles ekki úr þeirri sannfæringu minni að
þótt mannskepnan kunni að hafa dulvitund sé ekki þar með sagt að hún h'kist því
sem Freud nefndi „það“ eða „dulvitund". Þessi tvenna er jú forðabúr bældra langana
6 Eg varð áþreifanlega var við þetta í tímum hjá karlinum í Berkeley þar sem hann fór rangt með
kenningar Habermas, Humes og túlkunarfræðinnar.