Hugur - 01.06.2010, Síða 56
54
Vilhjálmur Arnason
um trúarinnar. Þegar hin trúarlega umgjörð hafi horfið með Upplýsingunni hafi
ekkert staðið eftir nema hið lagalega.48 Lýsingin á Kant afhjúpar hugsun hans
mjög skýrt: „Eg verð að líta á sjálfan mig sem algilda sjálfsveru, það er, ég verð
að móta sjálfan mig í sérhverri athöfn minni sem algilda sjálfsveru með því að
breyta eftir algildum reglum."49 GrundvaUarmisskilningurinn sem hér er á ferð
um siðferðishugsun Kants — sem er ætlað að sýna hve andstæð hún sé fagurfræði
tilvistarinnar - birtist í hugmyndinni um „algildar reglur“ sem siðferðisverunni
beri að lúta. Foucault fetar hér í fótspor Elizabethar Anscombe sem hélt því fram
í frægri ritgerð að utan hinnar guðlegu eða trúarlegu umgjarðar væri „hugmynd
um skuldbindingu hugmynd sem verkar einungis í lagalegu samhengi“.50 Að
mati Anscombe skuldbinda algildar siðareglur „eins og reglur skuldbinda mann
í leik“51 - þar er ekkert svigrúm fyrir sköpun nema innan ramma reglnanna. Frá
þessu sjónarmiði eru siðareglur eins og hverjir aðrir rimlar í járnbúri Webers.
6
I kenningu Kants eru engar algildar siðareglur í þeim skilningi sem Foucault og
Anscombe virðast ganga út frá. Þar er annars vegar hið algilda siðalögmál og
hins vegar einstaklingsbundnar h'fsreglur sem siðferðisveran þarf að meta í ljósi
siðalögmálsins og spyrja sig hvort hún vilji að lífsreglan ætti að gilda sem almennt
lögmál. Samkvæmt Kant ræðst það með ígrundun verklegrar skynsemi gerand-
ans hvort tiltekin lífsregla er verjandi eða ekki. I samræmi við þetta lýsir Onora
O’Neill vel hugmynd Kants um siðareglur: „Kant [...] lítur svo á að reglur sem
máli skipti íyrir siðferði og réttlæti séu verkleg meginlögmál sem frjálsir gerendur
geti vísað til, tileinkað sér, breytt eða hafnað."52 Hins vegar er ljóst að þetta gera
einstaklingar ekki að vild sinni í þeim skilningi að þeir selji sér sjálfdæmi um rétt
og rangt. Siðferðileg skynsemi felur í sér kröfur sem setja „öllum afstæðum til-
gangi og geðþóttamarkmiðum mörk“ (43Ó).53 Þessar kröfur felast annars vegar í
formi siðalögmálsins sem kveður á um alhæfanleika lífsreglna og hins vegar í efni
þess sem varðar sjálfstætt markmið manneskjunnar sem aldrei má nota eingöngu
sem tæki í eigingjörnu skyni.
Það er skapandi verkefni siðferðisverunnar í sérhverjum aðstæðum að finna út
hvernig þessar kröfur eru best uppíylltar. Þetta má sjá af því að það er sjaldnast
fyrirfram gefið hvernig virða má manneskjuna sem markmið í sjálfu sér. Kant lýs-
ir þessu verkefni út frá spennunni milli krafnanna um nálægð og fjarlægð í mann-
legum samskiptum. Fjarlægðarkrafan felur í sér að við gröfum ekki undan sjálf-
ræði annarrar fullveðja manneskju með stjórnsemi, valdbeitingu eða blekkingum,
Foucault: „On the Genealogy of Ethics: An Overview ofWork in Progress", bls. 241.
4’ Sama rit, bls. 252.
50 Elizabeth Anscombe: „Siðfræði nútímans", Benedikt Ingólfsson þýddi, fíeirnspeki á tuttugustu
öld, Einar Logi Vignisson og Ólafur Páll Jónsson ritstj. (Reykjavík: Heimskringla 1994), bls. 201.
51 Sama stað.
52 Onora O’Neill: Towards Justice and Virtue (Cambridge: Cambridge University Press 1996), bls.
82.
53 Kant: Grundvöllur aðfrumspeki sið/egrar breytni, bls. 164.