Hugur - 01.06.2010, Page 128

Hugur - 01.06.2010, Page 128
I2Ó Guðmundur Heiðar Frímannsson Til að nemandi læri að hugsa gagnrýnið þarf kennarinn að kunna það. Ef hann kann það ekki verður tilsögnin lítið annað en fálm og fum. En til viðbótar því að hafa sæmileg tök á gagnrýninni hugsun þá þarf kennarinn að kunna svolítið til verka í kennslu, hafa vald á aðferðum til að koma því sem máli skiptir til skila til nemandans. Hluti af því að hafa tök á gagnrýninni hugsun er að kunna beita dómgreind sinni í þeim efnum sem við eiga. Sá sem lítið eða ekkert veit um gagnrýna hugsun er líklegur til að beina athyglinni að aukaatriðum, geta ekki útskýrt með einföldum hætti grundvallaratriðin, sjá ekki samhengi á milli ólíkra þátta námsins. En góður kennari myndar líka gott samband við nemendur sína eftir því sem það er mögulegt í nútíma skólastofu. Kennari í gagnrýninni hugsun veitir nemendum sínum leiðsögn, kennir og segir þeim til. En hann gerir meira. Hann nær góðu sambandi við þá og ræktar það. Ef það tekst þá hefur hann enn öflugra tæki í höndunum til að móta nemendur sína en kennsluna sjálfa. Það er einföld staðreynd um flesta nemendur að því fylgir ánægja að gera vel. Ef þeim gengur vel með verkefni eða á prófi þá fyllast þeir stolti yfir frammistöðunni og trausti á eigin getu. Ef illa gengur finnst þeim það óþægilegt, jafnvel sársaukafúllt, og sjálfstraustið bíður hnekki. Góður kennari hefúr margs konar möguleika á að láta nemendur sína finna það þegar þeir gera vel eða illa. Stundum þarf hann ekki annað en hika, breyta málrómnum, ég tala ekki um ef hann grettir sig, til að gefa til kynna hvað honum finnst um hugmynd sem nemandi hefúr stungið upp á. En góður kennari verður líka fyrirmynd nemenda sinna, þeim finnst hann, hugsanir hans, ályktanir, hugmyndir og aðferðir eftirbreytniverðar. Þeir reyna að líkjast honum hvort sem þeim er það ljóst eða ekki. Það er ákveðið traust og vænt- umþykja í sambandi nemanda og kennara og þótt þetta samband sé breytilegt eftir aldri nemandans þá virðast mér þessir tveir þættir ævinlega vera fyrir hendi. Þessir tveir eðlisþættir í sambandi nemanda og kennara valda því að nemandi fer smám saman að bregðast við eigin hugmyndum og ályktunum með svipuðum hætti og kennarinn gerir. Ef hann gerir eitthvað sem gengur þvert gegn því sem kennarinn metur mikils kann nemandinn að skammast sín. Ef honum hins vegar tekst að gera eitthvað sem uppfyllir kröfúr kennarans verður nemandinn ánægður. Með þessum hætti lærir nemandinn að tileinka sér viðhorf, áherslur, hugarfar sem mótar hann. Ef kennarinn er vandanum vaxinn, hefúr í okkar tilviki góð tök á gagnrýninni hugsun, þá verður nemandinn með tímanum fær í gagnrýninni hugsun. Þegar svo er komið þá getur vel farið svo að nemandinn gagnrýni eitt og annað hjá kennara sínum sem hann er ósammála en kennarinn getur verið stoltur af gagnrýninni. Sé kennarinn mótaður af hugarfari gagnrýninnar hugsunar gleðst hann yfir framtaki nemanda síns. Hugarfar gagnrýninnar hugsunar er í raun siðferðileg afstaða til þess hvernig hugsað er og um hvað er hugsað og sömuleiðis birtist þessi siðferðilega afstaða í því sambandi sem kennari myndar við nemanda sinn. Hin gagnrýna hugsun felur það í sér að kennari nálgast nemanda sinn sem vitsmunaveru og umgengst hann þannig, tilsögnin, kennslan og námið miðar að því að þroska nemandann sem vitsmunaveru, ekki í þeim þrönga skilningi að greind hans ein skipti máli hcldur í þeim skilningi að vitsmunir eru eðlisþáttur góðs h'fs. Góðu lífi lifir hver og einn
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188
Page 189
Page 190
Page 191
Page 192
Page 193
Page 194
Page 195
Page 196
Page 197
Page 198
Page 199
Page 200
Page 201
Page 202
Page 203
Page 204
Page 205
Page 206
Page 207
Page 208
Page 209
Page 210
Page 211
Page 212
Page 213
Page 214
Page 215
Page 216
Page 217
Page 218
Page 219
Page 220
Page 221
Page 222
Page 223
Page 224
Page 225
Page 226

x

Hugur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Hugur
https://timarit.is/publication/603

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.