Hugur - 01.06.2010, Blaðsíða 72
7°
Olafur PállJónsson
er hæfileikinn til að undrast yfir þeim. Þannig haldast hið siðferðilega og hið
fagurfræðilega í hendur og eins og leikur barna er forsenda þess að þau þroski
með sér fagurfræðileg viðhorf til umhverfis síns, þá er leikurinn líka forsenda
siðferðisþroskans.
Fáir hafa lýst undrun yfir náttúrunni og fagurfræðilegri upplifun af henni af
meiri næmni - og betri húmor - en Þórbergur Þórðarson. Hæfileiki hans til að
undrast yfir náttúrunni í Suðursveit og draga fram dásamlega eiginleika hennar,
t.d. í Steinarnir tala, birtast svo aftur en í annarri mynd þegar hann lýsir sam-
ferðamönnum sínum í Islenskum aðli. Viðfangsefnið í þessum tveimur bókum er
því í vissum skilningi það sama, nefnilega hin undraverða tilvera - tilvera sem er
efniviður skapandi h'fs.
Eg spurði í upphafi hvað það gæti verið sem leilcur og skapandi starf ættu sam-
eiginlegt. Við getum vissulega sagt að hvorugt geti án hins verið, að leikurinn
sé forsenda sköpunarinnar og sköpunin sé forsenda leiksins. En sh'k lýsing er of
almenn og fyrir vikið gagnslaus. En ef við sjáum hvernig þetta tvennt tengist,
hvort heldur í einföldum leik barna eða á heilli ævi skapandi einstaklinga, þá
sjáum við kannski líka hvernig leikur og skapandi starf eru forsendur þess að við
getum náð nokkrum þroska sem þær siðferðilegu og fagurfræðilegu verur sem við
eigum möguleika á að verða. Leikur og skapandi starf eru í raun forsenda þess að
sá heimur sem við lifum í er ekki bara heimur dauðra hluta - kannski gagnlegra
en hvorki fagurra né ljótra - heldur lifandi og merkingarbær heimur.
Abstract
Play, art and meaning
It is often claimed, but less often explained what is meant by it, that play and
creative work have something in common. Various things may come to mind
as the similarities between play and creative work. Play is the mode of learning
for children - children learn through play - and it is also said that children are
creative beings. Some talk about free play and say that what makes it free is
endless creativity at every moment. When people say that play is the mode of
learning for children, less is being said than one might expect, for as a mode of
learning, play is not a single mode but a plurality. An explanation is needed of
what it is about play, in its many forms, that is conducive to learning. According
to Dewey, play is essential for building up a world of meaning. Play may offer
the rich circumstances necessary for meaning-making to take place. Here, De-
wey is in agreement with the later Wittgenstein who argued that without any
use, a symbol is just a dead lctter. This marriage between meaning and play can
be explored further by means of the distinction between life and form made by
Schiller and the combination of the two into livingform in the attitude of play.
This has consequences for education quite generally, bringing out thc importance
of a playful aesthetic attitude in learning.