Hugur - 01.06.2010, Blaðsíða 90
88
Erlendur Jónsson
listaverks, þar sem tónskáld geti t.d. skapað tónverk „í huga sínum“. Þá heldur
Collingwood því fram að það að njóta listaverks felist ekki eingöngu í því að
heyra hljóð eða skynja liti, heldur í túlkun og beitingu ímyndunaraflsins, „reynslu
sem ímyndunaraflið skapar að öllu leyti“ (e. total imaginative experience). Því geti
t.d. málverk ekki verið ekkert nema strigi með málningarklessum af ákveðnum
stærðum og gerðum eða tónverk verið leiðbeining um samsafn ákveðinna hljóða.
Málverkið er þannig ekki efnishluturinn, heldur beiting listamannsins á ímynd-
unarafli sínu, sem endurlifuð er af þeim sem upplifir listaverkið á sannan hátt.
Við getum vel fallist á það með Collingwood að sköpun listaverks og listræn
reynsla felist í beitingu ímyndunaraflsins og reynslu af ákveðnu tagi án þess að
þurfa að neita því að málverk eða annað myndlistarverk sé einstakur efnishlutur.
En skoðum einfalt dæmi9. Segjum að mannfræðingur sé að grafa í Olduvai-
gljúfrinu í Kenya eftir beinum og öðrum ummerkjum um forvera hins vitiborna
manns, homo sapiens. Hann finnur stein við kringumstæður sem veita óyggjandi
sönnun á að steinninn hafi verið notaður sem verkfæri, t.d. til að brjóta hnetur,
en án þess að vera tilhögginn á neinn hátt. Við þetta fær nákvæmlega/mz' steinn
nýtt líf í augum mannfræðingsins, hann lítur hann allt öðrum augum en hann
hefði gert ef steinninn hefði bara verið einn steinn meðal annarra. Engu að síður
er steinninn eftir sem áður einstakur ejnishlutur, sem hefur efnislega eiginleika
ekkert síður en aðrir steinar. En hann hefur verið settur í ákveðið mannfræðilegt,
menningarlegt eða félagslegt samhengi.
Nú er þessi steinn að vísu ekki listaverk, en hann er verkfæri, sem er hugtak svo
skylt listaverkshugtakinu að verufræðilega skiptir greinarmunurinn á verkfæri og
listaverki ekki meginmáli. Við getum litið á stól sem húsgagn, tæki sem þjón-
ar ákveðnu hlutverki, en við getum líka litið á hann sem „listaverk" eða a.m.k.
„manngerðan hlut“. Það eru ekki nein skörp fagurfræðileg eða menningarleg skil
á milli stóls sem hannaður er af frægum húsgagnahönnuði og fjöldaframleidds
eldhúskolls sem notaður er í mötuneyti. Það að sjá einhvern hlut í ákveðnu menn-
ingarlegu og/eða félagslegu samhengi merkir þannig ekki að hluturinn sé ekki
efnishlutur.
Ymsum fleiri rökum hefur verið teflt gegn framangreindri hugmynd Coll-
ingwoods, t.d. að samkvæmt henni er ekki hægt að hlusta á tónverk eða sjá mál-
verk, þar sem ekki er hægt að sjá hluti sem eiga sér stað í ímyndunarafli ein-
staklings, og erfitt að sjá hvernig tveir einstaklingar geta upplifað sama listaverkið
ef það er í huga einstakra manna.
Niðurstaða okkar er þá sú, að engin fullnægjandi rök hafi verið sett fram gegn
þeirri hugmynd að myndlistarverk sé einstakur efnishlutur. Vissulega þarf að setja
hlutinn í menningarlegt/félagslegt samhengi til þess að unnt sé að líta á hann sem
listaverk, en það breytir ekki þeirri verufræðilegu stöðu hans að hann sé efnis-
hlutur, ekkert síður en steinninn í dæminu hér að framan.
9 Þetta er mitt dæmi.