Hugur - 01.06.2010, Blaðsíða 18
i6 Róbert Jack ræðir við Hrein Pálsson og Brynhildi Sigurðardóttur
einstæðingsverk og það finnst mér hafa breyst bara síðan ég kom heim úr námi
um aldamótin. Þetta byggir ekki jafn rosalega mikið á einstaldingunum núna og
áður.
Hreinn: Ég man eftir því til dæmis að ég hringdi í nokkra skólastjóra áður en ég
stofnaði Heimspekiskólann og bauð þeim þessa frábæru lausn og hvort ég mættí
ekki koma og kenna og svoleiðis. Ég man sérstaklega cftir einum, hann gat ekki
stillt sig og bara skellti upp úr, hann hélt hann væri að tala við einhvern ... ég veit
ekki hvað hann hefur haldið. Svo að staða og virðing heimspekinnar, ég held að
hún hafi breyst í gegnum árin. Fólk leit á þetta sem eitthvert fílabeinsturnsdæmi
og áttaði sig ekki á jarðtengingunni sem heimspekin getur haft.
Róbert: Ertu að segja að virðingin hafi komið með Heimspekiskólanum?
Hreinn: Heimspekiskólinn átti þátt í því en auðvitað er fjölmargt annað sem
gerðist, til dæmis heimspekikennslan hérna við Háskóla Islands. Þorsteinn
[Gylfason], Páll [Skúlason] og kennararnir hérna hafa auðvitað verið mjög öflugir
talsmenn heimspekinnar og ég held að heimspekin njóti miklu meiri virðingar í
samfélaginu en hún gerði og við skulum ekki gleyma því að kennsla í heimspeki
sem sjálfstæðri kennslugrein til BA-prófs hófst ekki við Háskóla Islands fyrr en
árið 1972.
Brynhildur: Ég held að það skipti miklu máli hvað heimspekin er ung grein á
Islandi. Það hefúr ekki verið til mikill jarðvegur.
Róbert: Það situr samt í mér sem þú sagðir áðan, Hreinn. Þú sagðist hafa farið í
gegnum nám hér en vissir samt ekkert hvað þú varst að gera almennilega þegar
kom að samræðunni. Það er ekki fyrr en þú sérð þetta hjá Lipman að þú áttar þig.
Þá spyr ég mig hvort við þurfúm ekki að tala um tvo hluti, er ekki alger munur
á þessari heimspeki sem er kennd við Háskóla Islands sem sérstakt fag og þeirri
samræðu sem þú ert að tala um og er kennd við barnaheimspeki?
Hreinn: Jú, það held ég að sé og lykilhugtakið í því dæmi er kannski einfaldlega
hugtakið reynsla, því að í barnaheimspekinni gengur dæmið út á það að skapa
reynslu. Þú ert með einhverja þá umgjörð og það áreiti að krakkarnir ganga inn
í reynsluheim þar sem þeir upplifa að það er hlustað á þá, það er tekið mark
á skoðunum þeirra, þeir hafa eitthvað fram að leggja og einhverjir aðrir skipta
kannski um skoðun vegna þess sem þeir voru að segja eða halda fram. Hins vegar
í akademíunni þá gengur leikurinn fyrst og fremst út á það að tileinka sér hugsun
genginna kynslóða. Þú færð mjög góð ritgerðarverkefni þar sem þú þarft að gera
grein fyrir lykilatriðum í einhverri kenningu, gagnrýna það eða bera saman við
aðrar kenningar o.s.frv. En ég hef efasemdir um reynsluþáttinn. Þetta er öðruvísi
en reynslan af þessari tjáningu, lifandi opinni rökræðu sem myndast á staðnum.
Róbert: Þú ert að segja að það sem er sameiginlegt gæti verið glíman við viðfangs-
efnin og auðvitað rökræða en það er reynsla af þátttöku í samræðunni sem barna-