Hugur - 01.06.2010, Blaðsíða 108
ioó
Sigríður Þorgeirsdóttir
sjálft viðmið).7 Mótun er þess vegna skilgreind sem „þvingun".8 Lífvísindaleg
orðræða um líkamann - en samfélagsleg og stjórnmálaleg öfl drífa hana einn-
ig áfram - hefur viðhaldið hefðbundnu stigveldi kynjanna sem byggir á skyldu
til gagnkynhneigðar sem útilokar önnur kyn og setur niður aðrar kynhneigðir.
Butler rökstyður mál sitt með rannsóknaniðurstöðum um sexíska og heterosex-
íska ákvörðun hins k'ffræðilega kyns.
Annað dæmi um félagsmótun eru kenningar Donnu Haraway. Hún fullyrðir
að skilningur okkar á líkamlegri náttúru okkar sé ekkert annað en „efnisgerður
hugarburður, yfirfærsla." Það er engin náttúra sem býr að baki slíkum hugarburði
vegna þess að náttúran „hefur í fyrsta lagi aldrei verið annað en yfirfærsla".9
Þessir hugsuðir segja Nietzsche vera fyrirrennara sinn vegna þess að hann
telur að grundvallarhugtök til að lýsa náttúrulegum ferlum séu af ætt mynd-
hverfinga. Þau eru sprottin af hagnýtri þörf sem má rekja til viljans til valds
sem leitast við að túlka veruleikann til þess að komast af í honum og til að
reyna að hafa stjórn á honum. I bók sinni Bodies that Matter vísar Butler í
Sijjafrœði siðferðisins eftir Nietzsche og segir að gjörvöll „saga ‘hlutar’, líffær-
is, siðvenju geti verið samfelld táknkeðja sífellt nýrra túlkana og aðlagana“.10
Kenningar Butler og Haraway eru óhemju mikilvægar bæði fyrir vísindagagn-
rýni og í frelsunartilgangi vegna þess að þær sýna hvernig vísindaskilgreiningar á
líkamanum bera oft vott um menningarlega, pólitíska og efnahagslega hagsmuni
sem hampa sumum og mismuna öðrum. Á uppbyggilegri nótum opna rannsóknir
þeirra þeirra Butler og Haraway á mótunarskilyrðum líkamans möguleika á frelsi
til að viðurkenna kyn sem hefur verið útilokað, og að móta og skapa líkama og
sjálfsmyndina sem honum fylgir á öðruvísi, nýrri, frelsandi hátt.
Þessar kenningar hafa engu að síður sætt mikilli gagnrýni, sem beinist einn-
ig óbeint að Nietzsche, hugsuðinum sem er gerður ábyrgur fyrir þessari félags-
mótunarhyggju um líkamann. Mótunarhyggja af þessu tagi er oft túlkuð sem
menningarleg nauðhyggja, og í tilfelli Butler sem málspekileg einhyggja, sem
felur í sér að Buder telji að raunveruleiki h'kamans sé alfarið innan tungumálsins.
Dæmigerð gagnrýni af þessum toga hefur verið sett fram af þýska heimspek-
ingnum Gernot Böhme sem segir að hin róttæka mótunarhyggja Butler sé ekkert
nema orðræðu-verufræði um líkamann. Líkaminn er smættaður niður í lýsingu
í orðræðu vegna þess að hugmyndir okkar um líkamann velta á því hvernig við
tölum um hann. Böhme staðhæfir að líkaminn sé samkvæmt líkani Buder lagður
að jöfnu við hvernig náttúruleg ferfi hans eru skýrð og skilgreind í orðræðu hfvís-
inda. Það útilokar að dómi Böhmes möguleikann á því að viðurkenna náttúruna,
hvort sem það er náttúra líkama okkar eða ytri náttúra, sem „sýni sig sem eitthvað
sem þrengir sér upp á okkur eða við verðum fyrir barðinu á“.n Butler skeytir ekki
7 Judith Butler, Bodies that Matter. On the Discursive Limits of'Sex’ (New York/London: Routledge,
1993), x.
8 Judith Butler, Bodies that Matter, xi.
9 Donna Haraway, Modest_Witness@Second_Mil!enium. Fema/eMan©_Meets_OncoMouse™ (New
York: Routledge, 1997), 34-35.
10 Butler, Bodies that Matter, 224, sbr. Nietzsche, Zur Genea/ogie der Moral, KSA 5,314.
” Gernot Böhme,„Naturerfahrung: Úber Natur reden und Natur sein“. M. Gebauer og U. Gebhard