Hugur - 01.06.2010, Blaðsíða 142
140
Róbert H. Haraldsson
við þessum aðgerðum. En mér sýnist nokkuð ljóst að hann, eða heimspekingur
Fögruborgar, mun hafa almenna aðferð við að afskrifa líklegar mótbárur borg-
aranna. Þær munu að k'kindum vera afskrifaðar sem marklitlar skoðanir byggðar
á skynhrifum, tilfinningum og kkamanum.
I ljósi þess hvernig Platon lýsir þekkingarfræði sinni og frumspeki í Rtkinu má
ætla að stjórnendurnir fái æði mörg tækifæri til að segja borgurunum að þeir hafi
einfaldlega ekki forsendur til þess að skilja gjörðir og tilskipanir stjórnendanna.8
Það er kunnara en frá þurfi að segja að þegar kemur að þekkingu á hinum sanna
veruleika nýtur hinn sanni heimspekingur Platons algerrar sérstöðu. ,,[S]á unaður
að sjá veruleikann", skrifar Platon, „er á einskis færi nema heimspekingsins" (II,
bls. 301 [5820]). I Rt'kinu heldur Platon því ekki einungis fram, k'kt og hann gerir
í sumum íyrri verkum sínum, að heimspekingurinn með þekkingu sína hafi betri
tök á veruleikanum en þeir er einungis hafa skoðanir; hann heldur því beink'nis
fram að viðfang þekkingar sé annað en viðfang skoðunar. Flestir venjulegir menn
horfa, að dómi Platons, einungis á skuggamyndir og sjónhverfingar en aldrei veru-
leikann sjálfan. I okkar samhengi er athygksvert að samskipti heimspekingsins,
sem farið hefur upp úr hekinum og snýr til baka, og venjulegra manna einkennast
af ýmiss konar blindu og ósýnileika. Líkingamál Platons er sótt til sjónar, sýni-
leika og blindu. Heimspekingurinn hefur skarpa sjón, aðrir eru bkndir (4840-^).
Það sem heimspekingurinn mun segja öðrum um veruleikann virðist þeim því
fjarstæða ein, svo vægt sé til orða tekið. Þegar heimspekingurinn hverfur aftur
ofan í hellinn er hann í vissum skilningi ósýnilegur öðrum. Það sem hann stendur
fyrir, það sem hann hefur þekkingu á, er öðrum ósýnilegt í bókstaflegri merkingu
þess orðs því Platon notar sjóngáfuna (sjóngáfu hugans) til að lýsa því hvernig
menn nema frummyndirnar. Það er of langt mál að rekja frummyndakenningu
Platons hér en mér virðist ljóst af lýsingu hans í Rt'kinu á sannri þekkingu að
hún sé sannarlega ekki á hvers manns færi. Að endingu er hún á færi ákaflegra
fárra manna, einungis þeirra sem eru sannir heimspekingar í krafti upplags en þó
einkum langrar þjálfunar og menntunar. Þessi þekking á því sem aðrir hafa ekki
aðgang að er lykillinn að því að heimspekingurinn fær það hlutverk að stjórna
ríkinu. I því ljósi er ekki erfitt að sjá hvernig heimspekin verður stjórnendum
jafn öflugt tæki og hringur Gýgesar. Þeir munu alltaf geta haft á reiðum höndum
skýringar á því hvers vegna þeir geti ekki skýrt að fullu gjörðir sínar og tilskipanir
fyrir þegnum sínum. Valdi þeirra eru engin takmörk sett.
III
Ein augljósasta ályktunin sem menn kunna að vilja draga af þessum samanburði á
hring Gýgesar og heimspekinni í Fögruborg er að hann feli í sér róttæka gagnrýni
á hugmyndir Platons um hlutverk heimspekingsins. Beinast lægi þá við að efast
8 Eða þá að hin leiðin verði farin og blekkingum beitt líkt og þegar makar eru paraðir saman af
stjórnendum en fólki er sagt að hlutkesti hafi ráðið (4603). Slíkar lygar gætu borgararnir talið sem
góðar og gildar ástæður.