Hugur - 01.06.2010, Page 143

Hugur - 01.06.2010, Page 143
Jafningjar guða meðal manna 141 um þá fullyrðingu Platons að líferni sem helgað er sannri heimspeki fyrirh'ti völd (52ib). Gagnrýnin væri þá sú að hinn sanni heimspekingur fyrirlíti svo sannarlega ekki völd heldur hafi komið sér upp lævísri aðferð (í nafni heimspekinnar) til að öðlast alræðisvald. Við þessari gagnrýni má bregðast með a.m.k. tvennum hætti. Annars vegar mætti neita því að heimspeki líkist hring Gýgesar, sá skyldleiki sem við þykjumst hafa komið auga á sé tóm ímyndun. Hins vegar mætti halda því fram að heimspekingurinn í Fögruborg muni búa yfir valdi Gýgesar (heimspekin muni færa honum slíkt vald) en öfugt við Gýges og réttláta manninn í hinni hugsuðu tilraun Glákons muni hann halda áfram að vera réttlátur. Ymislegt má auðvitað tilfæra úr Ríkinu í því augnamiði að hafna samlíkingu heimspekinnar við hring Gýgesar. I fyrsta lagi lagi þarf heimspekingurinn að standa öðrum heimspekingum í Fögruborg skil á hugmyndum sínum og gjörðum. Hjá Platoni er það nánast skilgreiningaratriði um þann sem hefur sanna heim- speki á valdi sínu að hann getur gert skynsama grein fyrir hugmyndum sínum og gjörðum. Gýges er hins vegar einn síns liðs. Vilji menn halda þessum samanburði til streitu væri því e.t.v. nærtækara, gætu veijendur Platons sagt, að h'kja hring Gýgesar við heimspeki Sókratesar að þessu leyti, en Sókrates virðist nefnilega iðulega hafa yfirburðastöðu gagnvart viðmælendum sínum. Viðmælendur hans virðast oft ekki hafa aðgang að þeim veruleika sem Sókrates sér svo greinilega fyr- ir hugskotssjónum sínum. En hér skiptir máli að Sókratesi tekst að útskýra heim- speki sína og fræði fyrir viðmælendum sínum. Og Platon skrifar Ríkið sem skýrir Fögruborg fyrir leikum og lærðum. Verkið er ekki einvörðungu handa innvígðum. Verði Fagraborg að veruleika mætti velta því fyrir sér hvort borgararnir hefðu aðgang að Ríki Platons eða sambærilegri bók. En það má raunar einnig efast um hvort Ríkið sé í reynd ætlað sem leiðarvísir að því hvernig stjórna beri ríkinu. Fagraborg er ljóslega til fyrirmyndar um það hvernig byggja eigi upp sálina en um ríkið sjálft er erfiðara að dæma. Ef Rikið er ekki um það hvernig umbylta eigi hinu eiginlega borgríki, og um völd heimspekingsins í sh'ku ríki, þá fellur samlíkingin milli hrings Gýgesar og heimspekinnar um sjálfa sig. Einnig mætti færa rök fyrir því að heimspekingurinn í Fögruborg myndi vera rétdátur jafnvel þótt hann hefði vald á við það sem hringur Gýgesar veitir. Nú er það auðvitað markmið Platons í Rtkinu að sýna fram á að réttlátur maður héldi áfram að vera réttlátur þótt hann hefði hring Gýgesar. Heimspekingur Platons er rétdátastur manna og myndi því vera réttlátur eins þótt hann hefði mátt hrings- ins. Og sá möguleiki er fyrir hendi að Platon kunni að hafa rétt fyrir sér um sanna heimspeki og sanna heimspekinga. Eins og Platon lýsir sönnum heimspekingi er sá möguleiki raunhæfur að hann sé í töluvert annarri aðstöðu en aðrir menn (þar með tahð flestir nútíma heimspekingar) eru venjulega í. Hér þarf að skoða sérstaklega þá staðhæfingu Platons að heimspekingnum þyki ekkert mannlegt sérlega merkilegt. Við erum nú um stundir svo upptekin af hinu mennska - því hvað maðurinn sé merkilegt fyrirbæri - að okkur hættir til að gleyma að það er til annað sjónarhorn á manninn og hinar mannlegu aðstæður, sjónarhorn sem Plat- on minnir okkur iðulega á. Platon segir til dæmis að „ekkert mannlegt verðskuldi að því sé mikill gaumur gefinn“ (II, bls. 346 [6o4b-c]) og Sókrates spyr Glákon:
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188
Page 189
Page 190
Page 191
Page 192
Page 193
Page 194
Page 195
Page 196
Page 197
Page 198
Page 199
Page 200
Page 201
Page 202
Page 203
Page 204
Page 205
Page 206
Page 207
Page 208
Page 209
Page 210
Page 211
Page 212
Page 213
Page 214
Page 215
Page 216
Page 217
Page 218
Page 219
Page 220
Page 221
Page 222
Page 223
Page 224
Page 225
Page 226

x

Hugur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Hugur
https://timarit.is/publication/603

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.