Hugur - 01.06.2010, Page 143
Jafningjar guða meðal manna
141
um þá fullyrðingu Platons að líferni sem helgað er sannri heimspeki fyrirh'ti völd
(52ib). Gagnrýnin væri þá sú að hinn sanni heimspekingur fyrirlíti svo sannarlega
ekki völd heldur hafi komið sér upp lævísri aðferð (í nafni heimspekinnar) til að
öðlast alræðisvald. Við þessari gagnrýni má bregðast með a.m.k. tvennum hætti.
Annars vegar mætti neita því að heimspeki líkist hring Gýgesar, sá skyldleiki sem
við þykjumst hafa komið auga á sé tóm ímyndun. Hins vegar mætti halda því
fram að heimspekingurinn í Fögruborg muni búa yfir valdi Gýgesar (heimspekin
muni færa honum slíkt vald) en öfugt við Gýges og réttláta manninn í hinni
hugsuðu tilraun Glákons muni hann halda áfram að vera réttlátur.
Ymislegt má auðvitað tilfæra úr Ríkinu í því augnamiði að hafna samlíkingu
heimspekinnar við hring Gýgesar. I fyrsta lagi lagi þarf heimspekingurinn að
standa öðrum heimspekingum í Fögruborg skil á hugmyndum sínum og gjörðum.
Hjá Platoni er það nánast skilgreiningaratriði um þann sem hefur sanna heim-
speki á valdi sínu að hann getur gert skynsama grein fyrir hugmyndum sínum og
gjörðum. Gýges er hins vegar einn síns liðs. Vilji menn halda þessum samanburði
til streitu væri því e.t.v. nærtækara, gætu veijendur Platons sagt, að h'kja hring
Gýgesar við heimspeki Sókratesar að þessu leyti, en Sókrates virðist nefnilega
iðulega hafa yfirburðastöðu gagnvart viðmælendum sínum. Viðmælendur hans
virðast oft ekki hafa aðgang að þeim veruleika sem Sókrates sér svo greinilega fyr-
ir hugskotssjónum sínum. En hér skiptir máli að Sókratesi tekst að útskýra heim-
speki sína og fræði fyrir viðmælendum sínum. Og Platon skrifar Ríkið sem skýrir
Fögruborg fyrir leikum og lærðum. Verkið er ekki einvörðungu handa innvígðum.
Verði Fagraborg að veruleika mætti velta því fyrir sér hvort borgararnir hefðu
aðgang að Ríki Platons eða sambærilegri bók. En það má raunar einnig efast
um hvort Ríkið sé í reynd ætlað sem leiðarvísir að því hvernig stjórna beri ríkinu.
Fagraborg er ljóslega til fyrirmyndar um það hvernig byggja eigi upp sálina en um
ríkið sjálft er erfiðara að dæma. Ef Rikið er ekki um það hvernig umbylta eigi hinu
eiginlega borgríki, og um völd heimspekingsins í sh'ku ríki, þá fellur samlíkingin
milli hrings Gýgesar og heimspekinnar um sjálfa sig.
Einnig mætti færa rök fyrir því að heimspekingurinn í Fögruborg myndi vera
rétdátur jafnvel þótt hann hefði vald á við það sem hringur Gýgesar veitir. Nú er
það auðvitað markmið Platons í Rtkinu að sýna fram á að réttlátur maður héldi
áfram að vera réttlátur þótt hann hefði hring Gýgesar. Heimspekingur Platons er
rétdátastur manna og myndi því vera réttlátur eins þótt hann hefði mátt hrings-
ins. Og sá möguleiki er fyrir hendi að Platon kunni að hafa rétt fyrir sér um sanna
heimspeki og sanna heimspekinga. Eins og Platon lýsir sönnum heimspekingi
er sá möguleiki raunhæfur að hann sé í töluvert annarri aðstöðu en aðrir menn
(þar með tahð flestir nútíma heimspekingar) eru venjulega í. Hér þarf að skoða
sérstaklega þá staðhæfingu Platons að heimspekingnum þyki ekkert mannlegt
sérlega merkilegt. Við erum nú um stundir svo upptekin af hinu mennska - því
hvað maðurinn sé merkilegt fyrirbæri - að okkur hættir til að gleyma að það er til
annað sjónarhorn á manninn og hinar mannlegu aðstæður, sjónarhorn sem Plat-
on minnir okkur iðulega á. Platon segir til dæmis að „ekkert mannlegt verðskuldi
að því sé mikill gaumur gefinn“ (II, bls. 346 [6o4b-c]) og Sókrates spyr Glákon: