Hugur - 01.06.2010, Blaðsíða 209

Hugur - 01.06.2010, Blaðsíða 209
Inn við beinið 207 kost og kenning Joplings, því hún rúmar greinarmun á sjálfsþekkingu og sjálfs- blekkingu, en hefur það fram yfir að vera mun einfaldari. Hún virðist líka koma heim við hversdagslegan skilning á orðasamböndunum innst inni og inn við bein- ið eins og verður ljóst ef við hugleiðum fleiri dæmi til viðbótar við senuna úr kvikmyndinni Tillsammans sem lýst var hér að framan. Hugsum okkur mann sem telur sig hafinn yfir alla kynþáttafordóma. Þegar dóttir hans byrjar með kolsvörtum strák sem á ættir að rekja til Afríku hættir manngarmurinn að geta sofið og hefiir allt á hornum sér. Mundum við ekki segja að þetta bendi til að hann sé fordómafullur inn við beinið? Hugsum okkur h'ka, svo enn eitt dæmi sé tekið, að maður hafi eyðilagt eitthvað, kannski beyglað bíl þegar hann var að bakka út úr stæði, ædi að laumast burtu til að sleppa við útgjöld vegna þessa, en h'ði illa yfir því og snúi við, skrái númerið á bílnum sem hann skemmdi, hafi upp á eigandanum og láti hann vita svo hann fái tjón sitt bætt. Er ekki nokkuð ljóst að það hvort við teljum þennan óheppna ökumann heiðarlegan inn við beinið veltur á því hvaða geðshræring það var sem fékk hann til að snúa við - hvort hún var raunverulegt samviskubit eða kannski bara hræðsla við að einhver hefði séð til hans og mundi kæra hann? Svona dæmi benda til þess að það hvernig menn eru inn við beinið, hvernig þeir eru innst inni eins og sagt er, velti á geðshræringum þeirra - hvað vekur þeim stolt eða skömm, andúð eða samúð, tilhlökkun og kvíða, gleði og sorg o.s.frv. Nokkur dæmi geta ekki útilokað að hugtökin nái yfir fleira. Það er mjög erfitt að sýna fram á að greinargerð fyrir hugtaki segi allan sannleika um það. Hins vegar er hægt að hrekja slíka greinargerð með einu gagndæmi. Þangað til það finnst ætla ég að láta svo heita að sjálf manns sé ekkert annað en reglulegar og stöðugar eða h'tt breytilegar tilhneigingar hans til geðshræringa. Þetta er ekki nákvæm skilgreining heldur aðeins lausleg drög, því ég hef ekki tilgreint hvaða tilhneig- ingar til geðshræringa mynda sjálfið, hvort það eru einungis þær sem vitna um gildismat manns eða hvort þær sem tengjast smekk og fegurðarskyni og jafnvel einhverjar enn aðrar skuli teljast með. * Geðshræringar eru gegnumgangandi í tilveru okkar með mjög sérstökum hætti. Greinargerð fyrir þeim spannar öll sviðin sem dregin eru upp á myndinni í lok 1. kafla því þær innifela í senn hugsanir og tilfinningar og breytingar vítt og breytt um líkamann (t.d. á hjartslætti, blóðstreymi, svitamyndun og spennu í vöðvum). Sumar þeirra fela líka í sér heil kenningakerfi, hugmyndafræði og hugtök sem sækja merkingu í langa sögu. Við getum tekið þjóðarstolt sem dæmi eða trúar- styrk sem maður öðlast kannski eftir að hafa farið með bænirnar sínar. Þessi kenning um sjálfið staðsetur það því eins og sýnt er á mynd 4 fremur en mynd 3. Hún getur þrátt fyrir einfaldleika sinn samrýmst mörgum þáttum kenninga sem lýst er með myndum 1 til 3, því hún neitar ekki að sjálfið nái til sömu „staða“ og þær tilgreina heldur bætir fleiri „stöðum“ við. Mér sýnist hún t.d. vel geta innbyrt mestallt það sem Taylor segir í Sources of the Self um hvernig hugmyndasagan hefur runnið okkur í merg og bein.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179
Blaðsíða 180
Blaðsíða 181
Blaðsíða 182
Blaðsíða 183
Blaðsíða 184
Blaðsíða 185
Blaðsíða 186
Blaðsíða 187
Blaðsíða 188
Blaðsíða 189
Blaðsíða 190
Blaðsíða 191
Blaðsíða 192
Blaðsíða 193
Blaðsíða 194
Blaðsíða 195
Blaðsíða 196
Blaðsíða 197
Blaðsíða 198
Blaðsíða 199
Blaðsíða 200
Blaðsíða 201
Blaðsíða 202
Blaðsíða 203
Blaðsíða 204
Blaðsíða 205
Blaðsíða 206
Blaðsíða 207
Blaðsíða 208
Blaðsíða 209
Blaðsíða 210
Blaðsíða 211
Blaðsíða 212
Blaðsíða 213
Blaðsíða 214
Blaðsíða 215
Blaðsíða 216
Blaðsíða 217
Blaðsíða 218
Blaðsíða 219
Blaðsíða 220
Blaðsíða 221
Blaðsíða 222
Blaðsíða 223
Blaðsíða 224
Blaðsíða 225
Blaðsíða 226

x

Hugur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hugur
https://timarit.is/publication/603

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.