Hugur - 01.06.2010, Blaðsíða 165
Osamsett vera sem kölluð er sál'
163
og togstreitu.63 Með öðrum orðum er frumspekileg tvíhyggja sálar og líkama for-
senda bata.
Þetta á Elísabet erfitt með, hún getur ekki hafið sig yfir hluti sem knýja stöðugt
dyra hjá henni án þess að bregðast skyldum sínum.64 Hún svarar Descartes því
að þrátt fyrir að það að aftengja sig skilningarvitunum og ímyndunaraflinu geti
verið rétt leið til að komast að skýrri og öruggri þekkingu þá sé það ekki hagnýtt 1'
samskiptum við annað fólk. Auk þess komi hið náttúrulega ástand hins kvenlega
líkama, og „kvenlegir veikleikar", í veg fyrir samstillingu sálarinnar, skynsemin
lýtur í lægra haldi fyrir „gufunni"65 og ástríðum h'kamans. Elísabet segist þurfa
á hvoru tveggja að halda, rökhugsuninni og tilfinningunum, h'kama og sál, til
að vera dygðug manneskja í samskiptum sínum við annað fólk. Því komi ráð-
leggingar Descartes þegar allt kemur til alls að minna gagni en vinátta hans og
umhyggjan fyrir heilsu hennar.66
Elísabet getur ekki forðast þjáningu sálar og hkama án þess að vera afskiptalaus
gagnvart umhverfi sínu og fjölskyldu. Og hún vill ekki syndga gegn skyldum
sínum. Það sem Ehsabet kallar kvenlega „veikleika sína“ er einnig lykihinn að
dygðugu líferni.
I þessu tilliti er Elísabet á sama máH og Kristín Svíadrottning sem taldi að það
væri ekki hægt að sigrast á ástríðunum nema þær væru þeim mun veikari og hug-
myndin um að hcfja sig yfir þær til að öðlast ró væri ofmetin af heimspekingum
og ómöguleg í hinu hversdagslega lífi. I bréfaskiptum við Descartes árið 1647,
en hann vann þá að riti sínu um Astríður sálarinnar, kallaði Kristín ástríðurnar
salt h'fsins sem án þeirra væri litlaust og leiðinlegt.67 Síðar meir hafa femínískir
heimspekingar byggt siðfræðikenningar á samskiptum við annað fólk. Til dæmis
tengir Simone de Beauvoir í Pour une morale de l’ambiguité (1948) siðferðilega
ámæhsverða hegðun fyrst og fremst við misheppnuð tengsl og sambönd mihi
fólks en ekki einstaklingsbundið val og í In a Different Voice: Psychological Theory
and Women's Development (1982) leggur Carol GiUigan áherslu á mikilvægi sam-
skipta og samspils umönnunar, þarfa og ábyrgðar þegar kemur að siðferðilegri
afstöðu kvenna.
Þar fyrir utan hafa margir femínískir heimspekingar talað fyrir mikilvægi Uk-
amans og reynslunni af hinu sögulegu samhengi þegar kemur að þekkingaröflun.
63 Bréf Descartes til Elísabetar frá 18. maí 1645, Nye 1999:39-41; Shapiro 2007: 85-88.
64 Bréf Elísabetar til Descartes frá 24. maí 1645, Shapiro 2007: 88-90.
65 A17. öldinni var sagt um visst læknisfræðilegt ástand að upp úr maganum gætu stigið „gufiir“ upp
í höfuðið sem kæmu á andlegu ójafnvægi. Almennt var orðið notað yfir depurð, þunglyndi eða
taugaójafnvægi. Descartes notar orðið í fyrstu hugleiðingu sinni og þýðir Þorsteinn Gylfason það
sem svartagall. „Nema þá ég líkti sjálfum mér við sálsjúkt fólk sem svartagall hefiir stigið svo til
höfuðs að það hamrar á konungstign sinni þótt það sé öreiga" (René Descartes 2001:134). Þrátt
fyrir að karlmenn gætu þjáðst af „gufum" þá voru þær dæmigerður kvennasjúkdómur, tengdur
gömlu platónsku hugmyndinni um „hysteríu". Orðið „hystería" er komið úr grísku og þýðir leg
og var talið að konur gætu orðið „hysterískar" ef legið færi á hreyfingu. Þótt sú hugmynd væri
orðin úrelt á 17. öld fylgdu „gufurnar“ ákveðinni staðalmynd af konum. Sjá Jaqueline Broad 2002:
23-24.
66 Bréf Elísabetar til Descartes frá 24. maí 1645, Shapiro 2007: 88-90. Bréf Elísabetar til Descartes
frá 22. júní 1645, Shapiro 2007; 93-94.
67 Broad 2002:33.