Hugur - 01.06.2010, Blaðsíða 151

Hugur - 01.06.2010, Blaðsíða 151
Osamsett vera sem kölluð ersál“ 149 Á meðan hugmyndir okkar um heimspeki kvenna fyrr átímum eru bæði óljósar og duldar þá knýr einber vitneskjan um tilvist þessarar heimspeki þörfina til að rannsaka afstöðu kvenna til heimspekilegra hugtaka og viðfangsefna, skoða hvern- ig hugmyndin um hið kvenlega sjálf hefur mótast sögulega og menningarlega og skilja hvort og þá hvað sé sérstakt við hugsun kvenna. Sú rannsókn þarf að taka til greina bæði pólitíska og þekkingarfræðilega baráttu kvenna, gagnrýni þeirra á hefðina og viðnám gagnvart fræðasamfélaginu og einstökum fræðimönnum.15 Samband sálar og líkama hefur löngum verið hugðarefni heimspekinga. Fem- ínískir heimspekingar hafa í æ ríkari mæfi viljað sýna fram á margræðar forsendur sjálfsins; mikilvægi líkamans, ástríðanna, sögulegs samhengis og samskipta við annað fólk þegar kemur að undirstöðum hugsunarinnar og þar með heimspeki- legra viðfangsefna. I því felst meðal annars sú hugmynd að heimspekingurinn sjálfur taki sína eigin reynslu með sér í þekkingarleitina. Braidotti orðar þetta þannig: „Hið persónulega er ekki aðeins pólitískt heldur einnig grunnur hins fræðilega."16 Gagnrýni nútíma femínískra heimspekinga á frumspekilega tvíhyggju h'kama og sálar átti sér hliðstæðu strax í árdaga „cogitos-ins“, í bréfaskiptum kvenheim- spekinga við þekkta heimspekinga. Þær Elísabet af Bæheimi og Damaris Cud- worth Masham höfðu báðar efasemdir um grundvöil hinnar hugsandi veru sem lýsir sér í gagnrýni þeirra á sambandsleysi hugsunar og rúmtaks. Það mætti því kannski segja að þær séu nokkurs konar formæður femínískra heimspekinga sam- tímans sem gagnrýna frumspekilega tvíhyggju sálar og h'kama. Efasemdir Elísabetar af Bæheimi og Damaris Cudworth Masham um þessa „ósamsettu veru sem kölluð er sál“ eru settar fram í samræðuformi í bréfaskipt- um. Orðræða bréfanna, spurningar og svör kvennanna, sýna fram á hvernig þær skrifa á forsendum hefðarinnar um leið og þær streitast á móti henni, hvernig þær koma auga á mótsagnir og gagnrýna með því að taka dæmi af sjálfum sér, reynslu sinni sem kvenna og „kvenlegum veikleikum". Bréfin afhjúpa hvernig kyn17 mótar sjálfsskilning þeirra en einnig hugmyndina um hina hugsandi veru. bréfateoríu, femíníska greiningu á kynjamun eða nálgun sifjafræðinnar á vald og sjálfsþekkingu. Maria Tamboukou hefur skrifað um dagbókarskrif kvenna út frá hugmyndum um femíníska sifjafræði (Tamboukou 2003: 5-19). Sjá einnig um sifjafræði og sjálfsþekkingu: Foucault 2005 og Martin, Gutman og Hutton 1988 og um femíníska kortlagningu: Braidotti 1991:147. Grein þessi er viðleitni til þess að kortleggja heimspekilegar hugmyndir kvenna út frá því hvernig formið, þ.e. bréfaskiptin, setur mark sitt á orðræðuna, afhjúpar valdatengslin milli kynjanna og sýnir fram á hvernig hin hugsandi vera og viðliorfið til hennar er mótað í tengslum við kyn. 15 Sem dæmi um heimspeki sem er sprottin upp úr þessari baráttu kvenna er rit Mary Astell Ref- /ections upon Marriage frá 1700. Þar spyr Astell hvernig það geti staðist að allir menn séu fæddir frjálsir, ef allar konur séu fæddar þrælar og af hveiju þrælaliald sé fordæmt í einum aðstæðum en lofað af heilagleik og nauðsyn í öðrum. Þessi orð eru m.a. svar við og útúrsnúningur á eignarrétt- arkenningu Johns Locke (Astell 1996: 46-47). 16 Braidotti 1991:147. 17 Þegar ég skrifa kyn þá á ég við líkamlega, sálfræðilega og menningarlega merkingu þess að til- heyra ákveðnu kynferði.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179
Blaðsíða 180
Blaðsíða 181
Blaðsíða 182
Blaðsíða 183
Blaðsíða 184
Blaðsíða 185
Blaðsíða 186
Blaðsíða 187
Blaðsíða 188
Blaðsíða 189
Blaðsíða 190
Blaðsíða 191
Blaðsíða 192
Blaðsíða 193
Blaðsíða 194
Blaðsíða 195
Blaðsíða 196
Blaðsíða 197
Blaðsíða 198
Blaðsíða 199
Blaðsíða 200
Blaðsíða 201
Blaðsíða 202
Blaðsíða 203
Blaðsíða 204
Blaðsíða 205
Blaðsíða 206
Blaðsíða 207
Blaðsíða 208
Blaðsíða 209
Blaðsíða 210
Blaðsíða 211
Blaðsíða 212
Blaðsíða 213
Blaðsíða 214
Blaðsíða 215
Blaðsíða 216
Blaðsíða 217
Blaðsíða 218
Blaðsíða 219
Blaðsíða 220
Blaðsíða 221
Blaðsíða 222
Blaðsíða 223
Blaðsíða 224
Blaðsíða 225
Blaðsíða 226

x

Hugur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hugur
https://timarit.is/publication/603

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.