Hugur - 01.06.2010, Síða 151
Osamsett vera sem kölluð ersál“
149
Á meðan hugmyndir okkar um heimspeki kvenna fyrr átímum eru bæði óljósar
og duldar þá knýr einber vitneskjan um tilvist þessarar heimspeki þörfina til að
rannsaka afstöðu kvenna til heimspekilegra hugtaka og viðfangsefna, skoða hvern-
ig hugmyndin um hið kvenlega sjálf hefur mótast sögulega og menningarlega og
skilja hvort og þá hvað sé sérstakt við hugsun kvenna. Sú rannsókn þarf að taka
til greina bæði pólitíska og þekkingarfræðilega baráttu kvenna, gagnrýni þeirra á
hefðina og viðnám gagnvart fræðasamfélaginu og einstökum fræðimönnum.15
Samband sálar og líkama hefur löngum verið hugðarefni heimspekinga. Fem-
ínískir heimspekingar hafa í æ ríkari mæfi viljað sýna fram á margræðar forsendur
sjálfsins; mikilvægi líkamans, ástríðanna, sögulegs samhengis og samskipta við
annað fólk þegar kemur að undirstöðum hugsunarinnar og þar með heimspeki-
legra viðfangsefna. I því felst meðal annars sú hugmynd að heimspekingurinn
sjálfur taki sína eigin reynslu með sér í þekkingarleitina. Braidotti orðar þetta
þannig: „Hið persónulega er ekki aðeins pólitískt heldur einnig grunnur hins
fræðilega."16
Gagnrýni nútíma femínískra heimspekinga á frumspekilega tvíhyggju h'kama
og sálar átti sér hliðstæðu strax í árdaga „cogitos-ins“, í bréfaskiptum kvenheim-
spekinga við þekkta heimspekinga. Þær Elísabet af Bæheimi og Damaris Cud-
worth Masham höfðu báðar efasemdir um grundvöil hinnar hugsandi veru sem
lýsir sér í gagnrýni þeirra á sambandsleysi hugsunar og rúmtaks. Það mætti því
kannski segja að þær séu nokkurs konar formæður femínískra heimspekinga sam-
tímans sem gagnrýna frumspekilega tvíhyggju sálar og h'kama.
Efasemdir Elísabetar af Bæheimi og Damaris Cudworth Masham um þessa
„ósamsettu veru sem kölluð er sál“ eru settar fram í samræðuformi í bréfaskipt-
um. Orðræða bréfanna, spurningar og svör kvennanna, sýna fram á hvernig þær
skrifa á forsendum hefðarinnar um leið og þær streitast á móti henni, hvernig þær
koma auga á mótsagnir og gagnrýna með því að taka dæmi af sjálfum sér, reynslu
sinni sem kvenna og „kvenlegum veikleikum". Bréfin afhjúpa hvernig kyn17 mótar
sjálfsskilning þeirra en einnig hugmyndina um hina hugsandi veru.
bréfateoríu, femíníska greiningu á kynjamun eða nálgun sifjafræðinnar á vald og sjálfsþekkingu.
Maria Tamboukou hefur skrifað um dagbókarskrif kvenna út frá hugmyndum um femíníska
sifjafræði (Tamboukou 2003: 5-19). Sjá einnig um sifjafræði og sjálfsþekkingu: Foucault 2005 og
Martin, Gutman og Hutton 1988 og um femíníska kortlagningu: Braidotti 1991:147. Grein þessi
er viðleitni til þess að kortleggja heimspekilegar hugmyndir kvenna út frá því hvernig formið, þ.e.
bréfaskiptin, setur mark sitt á orðræðuna, afhjúpar valdatengslin milli kynjanna og sýnir fram á
hvernig hin hugsandi vera og viðliorfið til hennar er mótað í tengslum við kyn.
15 Sem dæmi um heimspeki sem er sprottin upp úr þessari baráttu kvenna er rit Mary Astell Ref-
/ections upon Marriage frá 1700. Þar spyr Astell hvernig það geti staðist að allir menn séu fæddir
frjálsir, ef allar konur séu fæddar þrælar og af hveiju þrælaliald sé fordæmt í einum aðstæðum en
lofað af heilagleik og nauðsyn í öðrum. Þessi orð eru m.a. svar við og útúrsnúningur á eignarrétt-
arkenningu Johns Locke (Astell 1996: 46-47).
16 Braidotti 1991:147.
17 Þegar ég skrifa kyn þá á ég við líkamlega, sálfræðilega og menningarlega merkingu þess að til-
heyra ákveðnu kynferði.