Hugur - 01.06.2010, Side 90

Hugur - 01.06.2010, Side 90
88 Erlendur Jónsson listaverks, þar sem tónskáld geti t.d. skapað tónverk „í huga sínum“. Þá heldur Collingwood því fram að það að njóta listaverks felist ekki eingöngu í því að heyra hljóð eða skynja liti, heldur í túlkun og beitingu ímyndunaraflsins, „reynslu sem ímyndunaraflið skapar að öllu leyti“ (e. total imaginative experience). Því geti t.d. málverk ekki verið ekkert nema strigi með málningarklessum af ákveðnum stærðum og gerðum eða tónverk verið leiðbeining um samsafn ákveðinna hljóða. Málverkið er þannig ekki efnishluturinn, heldur beiting listamannsins á ímynd- unarafli sínu, sem endurlifuð er af þeim sem upplifir listaverkið á sannan hátt. Við getum vel fallist á það með Collingwood að sköpun listaverks og listræn reynsla felist í beitingu ímyndunaraflsins og reynslu af ákveðnu tagi án þess að þurfa að neita því að málverk eða annað myndlistarverk sé einstakur efnishlutur. En skoðum einfalt dæmi9. Segjum að mannfræðingur sé að grafa í Olduvai- gljúfrinu í Kenya eftir beinum og öðrum ummerkjum um forvera hins vitiborna manns, homo sapiens. Hann finnur stein við kringumstæður sem veita óyggjandi sönnun á að steinninn hafi verið notaður sem verkfæri, t.d. til að brjóta hnetur, en án þess að vera tilhögginn á neinn hátt. Við þetta fær nákvæmlega/mz' steinn nýtt líf í augum mannfræðingsins, hann lítur hann allt öðrum augum en hann hefði gert ef steinninn hefði bara verið einn steinn meðal annarra. Engu að síður er steinninn eftir sem áður einstakur ejnishlutur, sem hefur efnislega eiginleika ekkert síður en aðrir steinar. En hann hefur verið settur í ákveðið mannfræðilegt, menningarlegt eða félagslegt samhengi. Nú er þessi steinn að vísu ekki listaverk, en hann er verkfæri, sem er hugtak svo skylt listaverkshugtakinu að verufræðilega skiptir greinarmunurinn á verkfæri og listaverki ekki meginmáli. Við getum litið á stól sem húsgagn, tæki sem þjón- ar ákveðnu hlutverki, en við getum líka litið á hann sem „listaverk" eða a.m.k. „manngerðan hlut“. Það eru ekki nein skörp fagurfræðileg eða menningarleg skil á milli stóls sem hannaður er af frægum húsgagnahönnuði og fjöldaframleidds eldhúskolls sem notaður er í mötuneyti. Það að sjá einhvern hlut í ákveðnu menn- ingarlegu og/eða félagslegu samhengi merkir þannig ekki að hluturinn sé ekki efnishlutur. Ymsum fleiri rökum hefur verið teflt gegn framangreindri hugmynd Coll- ingwoods, t.d. að samkvæmt henni er ekki hægt að hlusta á tónverk eða sjá mál- verk, þar sem ekki er hægt að sjá hluti sem eiga sér stað í ímyndunarafli ein- staklings, og erfitt að sjá hvernig tveir einstaklingar geta upplifað sama listaverkið ef það er í huga einstakra manna. Niðurstaða okkar er þá sú, að engin fullnægjandi rök hafi verið sett fram gegn þeirri hugmynd að myndlistarverk sé einstakur efnishlutur. Vissulega þarf að setja hlutinn í menningarlegt/félagslegt samhengi til þess að unnt sé að líta á hann sem listaverk, en það breytir ekki þeirri verufræðilegu stöðu hans að hann sé efnis- hlutur, ekkert síður en steinninn í dæminu hér að framan. 9 Þetta er mitt dæmi.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180
Side 181
Side 182
Side 183
Side 184
Side 185
Side 186
Side 187
Side 188
Side 189
Side 190
Side 191
Side 192
Side 193
Side 194
Side 195
Side 196
Side 197
Side 198
Side 199
Side 200
Side 201
Side 202
Side 203
Side 204
Side 205
Side 206
Side 207
Side 208
Side 209
Side 210
Side 211
Side 212
Side 213
Side 214
Side 215
Side 216
Side 217
Side 218
Side 219
Side 220
Side 221
Side 222
Side 223
Side 224
Side 225
Side 226

x

Hugur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hugur
https://timarit.is/publication/603

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.