Hugur - 01.06.2010, Page 171

Hugur - 01.06.2010, Page 171
Freud og dulvitundin (oglistin) 169 Freud lýsir mannskepnunni eins og gufiikatli, dulvitundin býr til lokið. Mann- inum má líka líkja við ísjaka, vitundin sé sá tíundi hluti sem ofansjávar er, dulvit- undin sá hluti sem neðansjávar er, ósýnilegur. Auk þess talar Freud um forvitaða þekkingu sem við séum ekki alltaf meðvituð um. Eg er ekki síhugsandi um síma- númer frænku minnar en man það yfirleitt ef á þarf að halda, tek það úr forðabúri forvitundarinnar. Orð á borð við „dulvitund" eru orðin hluti af daglegu máli, oft notuð af fólki sem ekki hefur minnstu hugmynd um uppruna þeirra. En h'klega hefiir Richard O’Brian haft pata af þessum uppruna þegar hann samdi rokkóperuna Rocky Horror Show. Þar lætur hann Rocky syngja „my libido has not been controlled" í laginu Sword ofDamocles. „Líbídó" er eitt meginorða Freuds, orð sem táknar eins konar lífs- eða kynorku sem allir menn hafi ákveðinn skammt af, orku sem leitar útrásar með ýmsum hætti. Hjá kornabörnum tengist orkan helst munninum, þau totta móðurbrjóst eins og þau ættu lífið að leysa, sognautn þeirra er fyrsta birtingarmynd kynnautnar. Nýmálga börn beina sjónum að saur sínum, nautnin við að hægja sér er önnur birtingarmynd kynnautnarinnar. Svo tekur hin eiginlega kynhvöt við þegar barnið verður kynþroska. Við notum drjúgan hluta lífs okkar í að bæla líbídó-orkuna eða finna henni farveg og það án þess að vita af því. Dulvitundin sér um þetta fyrir okkur enda dugnaðarskepna, stöðugt að starfa. Davíð Stefánsson hefiir líklega eitthvað þekkt til Freuds þegar hann yrkir um þrá „sem aðeins í draumheimum uppfyllast má“ (Davíð 1995: 41). Freud segir nefnilega að draumar séu þeirrar náttúru að vera uppfylling þráa en þar sem þrárnar séu oft þess eðlis að dreymandinn vilji ekkert af þeim vita sér dulvitundin um að þær birtist í táknrænu líki. Þrár, langanir og óskir eiga sér rætur í líbídóinu, orkuveitunni miklu. Jim Morrison, söngvarinn í hljómsveitinni Doors, hefur líklega heyrt Freuds getið, jafnvel lesið hann. Því hann syngur einhvers staðar um löngun til að drepa föður og sænga með móður. Hann heykist reyndar á að segja hið síðastnefnda beinum orðum enda ríkir bannhelgi um þrár af þessu tagi. Freud talaði um Ödip- usarduld. Frá barnsaldri þrái karlmenn að deyða föður sinn og hafa mökvið móð- ur sína eins og sést á því að piltbörn segja oft „þegar ég verð stór ætla ég að giftast þér, mamma mín“. Afbrýði í garð föðurins valdi svo því að smástrákar segjast vilja föður sinn feigan. En þetta eru hættulegar langanir, hvað ef faðirinn bregst við þessu með því að vana soninn? Þess vegna tekur dulvitundin í taumana og bælir þennan anga h'bídósins. Stúlkur hafi hliðstæða duld, Elektruduldina, þær óski þess innst inni að þær gætu stútað mömmu gömlu og gert það með pabba sínum. Þá löngun þarf h'ka að bæla, ef þessum duldum er ekki haldið í skeþum er voðinn dags yfirlit yfir kenningar hans má finna í Stafford-Clark (1965). Skýra greiningu á hugtakinu um dulvitund er að finna í Maclntyre (1958). Freud gerir skipulega og skarplega grein fyrir hugmynd- um sínum um dulvitundina í Freud (1960): 7-40. Hann kynnir svo hvatakenningu sína í Freud (1960): 41-61, og kenninguna um bælingu hvata í Freud (1960): 63-75. Hann setti fram kenn- inguna um drauma og draumaráðningar í Freud (1969), kenninguna um ok siðmenningarinnar í Freud (1960): 340-415. Þetta eru mínar aðalheimiídir fyrir því sem sagt er í þessum almenna kynningarkafla.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188
Page 189
Page 190
Page 191
Page 192
Page 193
Page 194
Page 195
Page 196
Page 197
Page 198
Page 199
Page 200
Page 201
Page 202
Page 203
Page 204
Page 205
Page 206
Page 207
Page 208
Page 209
Page 210
Page 211
Page 212
Page 213
Page 214
Page 215
Page 216
Page 217
Page 218
Page 219
Page 220
Page 221
Page 222
Page 223
Page 224
Page 225
Page 226

x

Hugur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Hugur
https://timarit.is/publication/603

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.