Hugur - 01.06.2010, Page 39
Fagurfrœði náttúrunnar
37
jarðfræðilegri þekkingu; það að vita hvernig skriðjökull skapaði fjörðinn sem ég
stend við beinir athyglinni að þeim formum sem jökullinn skóp og fagurfræðileg-
um eiginleikum þeirra.20
Með áherslu sinni á sögur sem beina athyglinni að skynrænum, fagurfræðileg-
um eiginleikum náttúrunnar brúar Heyd á vissan hátt bilið milli vitrænna þátta
og skynrænna þar sem sögur af náttúrunni eru jú viss tegund þekkingar, en á sama
tíma er hlutverk þekkingarinnar að beina athyglinni að slcynjuninni. En handan
brúarinnar er fylking náttúrufagurfræðinga sem eiga það sameiginlegt með Heyd
að vilja auka rými skynjunar og tilfinninga í fagurfræðilegri upplifun og nú verður
vikið nánar að þeim.
III - Skynrœnar kenningar
Eins og Heyd hafa margir náttúrufagurfræðingar bent á þann galla í kenn-
ingu Carlsons að með áherslunni á vitræna þáttinn útiloki hann marga þætti
fagurfræðilegrar upplifunar sem mörgum virðist augljóst að leiki þar mikilvægt
hlutverk. Það sem sameinar þær margbreytilegu kenningar sem flokkast innan
skynrænu fylkingarinnar er áherslan á alla þá þætti fagurfræðilegrar upplifunar
sem byggja ekki á vitrænni þekkingu heldur á beinni skynjun skilningarvitanna
og þeim tilfinningum og ímyndunarafli sem sú skynjun getur leitt til. Arnold
Berleant er einn þeirra sem hafa nálgast fagurfræði náttúrunnar frá allt öðru
sjónarhorni en Carlson. Hjá Berleant er það ekki þekkingin, heldur skynjunin og
bein reynsla af náttúrufegurð, sem leikur meginhlutverk í fagurfræðilegri upp-
lifun. Eins og hjá Heyd er það hið fagurfræðilega augnablik, þegar maður bragðar
á víninu eða meðtekur listaverkið, sem skiptir öllu máli. Það er ekki það sem
stendur á miðanum sem skilgreinir vínið eða listina. Berleant skilgreinir tvö and-
stæð viðhorf í kenningum um fagurfræði: áhorfandaviðhorfið (e. spectator view)
og þátttökuviðhorfið (e. aesthetic engagement) sem er grundvöllurinn í hans eigin
hugmyndum um fagurfræðilega upplifun.21 Áhorfandaviðhorfið einkennist af
langri vestrænni hefð fyrir því að aðgreina manninn frá náttúrunni. Maðurinn
stendur fyrir utan náttúruna og varpar viðhorfum sínum og gildum á hana um
leið og hann nefnir hana og skilgreinir. Áhorfandaviðhorfið tengist þannig þekk-
ingarmiðuðu viðhorfi Carlsons því segja má að þegar upplifun af náttúrunni felst
einkum í því að nefna, skilgreina og þekkja hana verður upplifunin ósjálfrátt
áhorfandamiðuð, maðurinn stendur fyrir utan náttúruna á meðan hann varpar
vísindalegum hugmyndum sínum á það sem hann sér. Auk þess að hafa þessa
tengingu við viðhorf Carlsons tengir Berleant áhorfandaviðhorfið við kenningu
Kants um hagsmunaleysi (e. disinterestedness). Að hans mati felst hagsmunaleysi
20 Yuriko Saito er með athyglisverða nálgun í grein sinni „Appreciating Nature in its Own Terms ,
Environmental Ethics 20 (1998), bls. 135-149. Hún telur, eins og Carlson, að vísindaleg þekking
skipti máli í fagurfræðilegri upplifun, en það er ekki öll vísindaleg þekking, heldur sérstaklega
jarðfræði og líffræði sem við sjáum í formlegum einkennum náttúrufýrirbæra. Það eru þessi
formlegu einkenni sem við sjáum og skynjum sem segja „eigin sögu náttúrunnar.
21 A. Berleant. „On Judging Scenic Beauty“. http://www.autografF.com/berleant/pages/recentart6.
html. Sótt 15.03.2010.