Hugur - 01.06.2010, Page 125

Hugur - 01.06.2010, Page 125
Hugarfar gagnrýninnar hugsunar 123 Gagnrýnin hugsun og skapandi hugsun Gagnrýnin hugsun er ein tegund hugsunar. Við greinum stundum á milli gagn- rýninnar hugsunar, skapandi hugsunar, ígrundunar eða yfirvegunar og hugsanlega einhverra fleiri gerða hugsunar (Dewey 1910/2000:293-305). Hver þessi gerð hef- ur sínar viðmiðanir um hvað telst vera góð hugsun: hvað er góð yfirvegun, hvað er góð skapandi hugsun og svo framvegis. Því er oft haldið fram að gagnrýnin hugsun og skapandi hugsun séu andstæður. Gagnrýnin hugsun þurfi að uppfylla kröfur gagnrýninnar og rökhugsunarinnar en skapandi hugsun felist að minnsta kosti stundum í að brjóta einmitt gegn þessum kröfiim. Gagnrýnin hugsun snúist um að fylgja reglum, greina sundur og hún geti ekki skapað eitthvað nýtt. En skapandi hugsun sé ekki bundin neinum fýrirfram gefnum reglum, hún miði að því að skapa eitthvað nýtt, þurfi ekki að gagnrýna eitthvað sem fyrir er. Mér virðist þessi hugmynd um strangan greinarmun gagnrýninnar hugsunar og skapandi vera röng (sjá einnig Olafúr Páll Jónsson 2008). Maður þarf ekki annað en átta sig á því að ímyndunaraflið er nauðsynlegur þáttur gagnrýninnar hugs- unar til að sjá að þessi skarpa skipting gengur alls ekki upp. Imyndunaraflið er óhjákvæmilega mikilvægasti þáttur skapandi hugsunar. Bæði gagnrýnin og skap- andi hugsun reiða sig á ímyndunaraflið. En hvað er ímyndunarafl? ímyndunarafl er hæfileiki til að hugsa um og sjá fyrir sér það sem ekki er. Gagnrýnin hugsun hugar að sem allra flestum möguleikum til að slcýra spurningar eða viðfangsefni. Þegar það er gert þarf hún að skoða möguleika sem velta á því sem ekki er fyrir hendi. Skapandi hugsun þarf að sjá möguleika sem ekki eru fyrir hendi á hverjum tíma og treystir því á ímyndunaraflið. Þegar gagnrýnin hugsun leitast við að svara spurningu rannsakar hún þær stað- reyndir máls sem máli skipta og hvers konar svör koma til greina og hver þeirra uppfylla þær kröfúr sem viðfangsefnið gerir. Skapandi hugsun þarf að vita hvernig aðrir hafa svarað svipuðum spurningum og hún fæst við, hún þarf að vita hverjir möguleikarnir séu og hvað er vænlegt. Hún þarf í raun að kunna rök viðfangs- efnisins og skilja möguleika þess. Menn halda stundum að það séu andmæli gegn þessu einkenni skapandi hugsunar að hún þarf að bera fram nýjungar til að hægt sé að halda því fram að hún sé skapandi. En þetta er misskilningur. Til að skap- andi hugsun geti búið til nýjungar þarf hún að vita hvað fyrir er og hún þarf að skilja möguleikana, hún þarf að hafa fúll tök á rökvísi þess sviðs sem við á. Ef slík tök eru ekki fyrir hendi er skapandi hugsun lítið annað en glundroði, upplausn og heilaköst. Afdrifaríkasti misskilningurinn í þessu uppleggi er sá að gagnrýnin hugsun sé fastbundin einhverjum fyrirframgefnum reglum en skapandi hugsun ekki. Báðar eru þær háðar þekkingu og dómgreind og til að þær skili árangri þurfa þær að skoða og rannsaka, meta, álykta og ímynda sér. Það er ekki einu sinni hægt af fúllu viti að halda því fram að skapandi hugsun og gagnrýnin séu tvö stig í öllum flóknum hugsunarferlum. Til að setja fram nýjar hugmyndir þarf að koma til mat á því sem fyrir er. Sköpunin er því bundin mati og þekkingu, hún er hluti af ferli sem beinist að tilteknu marki. Hún þarf að lúta þeirri rökvísi sem það rnark setur ferlinu. Þess vegna virðist heppilegra að líta svo á að hugsunin sé ein
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188
Page 189
Page 190
Page 191
Page 192
Page 193
Page 194
Page 195
Page 196
Page 197
Page 198
Page 199
Page 200
Page 201
Page 202
Page 203
Page 204
Page 205
Page 206
Page 207
Page 208
Page 209
Page 210
Page 211
Page 212
Page 213
Page 214
Page 215
Page 216
Page 217
Page 218
Page 219
Page 220
Page 221
Page 222
Page 223
Page 224
Page 225
Page 226

x

Hugur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Hugur
https://timarit.is/publication/603

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.