Hugur - 01.06.2010, Side 134

Hugur - 01.06.2010, Side 134
132 Guðmundur Heiðar Frímannsson fram eigin skoðanir um einhvern tiltekinn hlut og nefnum þær ástæður sem við höfum til að ætla að honum sé farið á þennan veginn fremur en hinn. Það er gert í þeirri trú að sú eða sá sem hlustar eða orðin beinast að sé reiðubúinn að nálgast þau á svipuðum forsendum, meta ástæðurnar og rökin og sanngildi skoðunar- innar í ljósi þeirra staðreynda og efnisatriða sem máli skipta, sé tilbúinn að gera athugasemdir, andmæla og draga aðrar ályktanir, og vera reiðubúinn að skipta um skoðun ef ástæðurnar eru sannfærandi. Þær ástæður og reglur sem báðir viðmæl- endur taka mark á eru mótaðar í mannfélaginu og liggja í eðlilegum viðhorfum okkar til annarra þegar við eigum við þá samskipti sem byggjast á gagnkvæmri virðingu og skynsemi: Við sýnum viðmælendum virðingu en ætlumst til að þeir hlusti og taki mark á því sem við segjum. Þessi viðhorf draga fram þá staðreynd að viðmælendurnir eru þátttakendur í samræðum, jafningjar, sem skynsamleg rök ættu að sannfæra. Það er ástæða til að taka eftir að nákvæmlega sama á við um kennslu. Þótt nemendur og kennarar séu ekki jafningjar gilda samt sömu for- sendur: Til að kennsla gangi þarf kennari að sýna nemendum sínum virðingu og leitast við að sannfæra þá sem skynsemisverur. Raunar getum við ekki sannfært aðrar verur en skynsemisverur. Það liggur í hugarfari gagnrýninnar hugsunar að við lítum á annað fólk sem jafningja og skynsemisverur. En samskipti tveggja eða fleiri persóna lúta ekki alltaf kröfum skynseminnar eða gagnrýninnar hugsunar (Robertson 1999). I samningum á milli ólíkra hags- munaaðila skiptir oft engu máli hver hefur skynsamlegar kröfur og vel rökstuddar. Þá veltur niðurstaðan oft á hver er sterkari, hver er valdameiri. I stofnun eins og Alþingi getur það hæglega gerst að frumvarp sem ekki er vel hugsað sé samþykkt af því að meirihluti þingmanna styður það. Vald meirihlutans ræður því. Oft er það þannig í samskiptum fólks að samningar og samkomulag eru meira virði en hvað satt er í ágreiningsmáli. Það er nefnilega merkileg staðreynd um mannhfið að rök, skynsemi og sannleikur eru ekki alltaf mikilvægustu verðmætin og verða stundum að víkja. En í rannsókn eða samræðu sem mótast af gagnrýninni hugsun þá eru þau verðmæti sem hljóta að vega þyngst. Þeir sem andmæla gagnrýninni hugsun á þeirri forsendu að hún sé valdatæki hafa misskilið tvennt. Það fyrra er eðli gagnrýninnar hugsunar. Samskipti sem byggjast á gagnrýninni hugsun sýna það viðhorf til annarra að þeir séu jafningjar og sama mark sé tekið á sjónarmiðum þeirra og manns eigin. Það síðara er að þeir virðast líta svo á að ekkert annað sé mögulegt í mannlegum samskiptum en valdbeiting og kúgun, það sé hrein blekking að skynsemin geti haft áhrif á mann- legt hátterni. Ef þetta síðara atriði er rétt þá verða þeirra eigin sjónarmið og rök valdbeiting og kúgun og þess vegna engin ástæða til að fallast á þau eða taka þau fram yfir önnur nema á forsendum hræðslugæða. Við getum í rauninni ekki fallist á þau með öðrum hætti en beygja okkur undir valdið og beitingu þess einmitt af því að þetta eru sjónarmið þeirra sem með valdið fara. En sennilega eru þessir fræðimenn ekki að halda því fram að gagnrýnin hugsun sé einbert valdatæki heldur hinu að sum samskipti einkennist af valdbeitingu, sérstaklega samskipti á milli óh'kra hópa samfélagsins, en samskiptin innan hvers hóps séu í einhverjum skilningi undanþegin valdbeitingunni og þau séu forsenda
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180
Side 181
Side 182
Side 183
Side 184
Side 185
Side 186
Side 187
Side 188
Side 189
Side 190
Side 191
Side 192
Side 193
Side 194
Side 195
Side 196
Side 197
Side 198
Side 199
Side 200
Side 201
Side 202
Side 203
Side 204
Side 205
Side 206
Side 207
Side 208
Side 209
Side 210
Side 211
Side 212
Side 213
Side 214
Side 215
Side 216
Side 217
Side 218
Side 219
Side 220
Side 221
Side 222
Side 223
Side 224
Side 225
Side 226

x

Hugur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hugur
https://timarit.is/publication/603

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.