Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2003, Blaðsíða 14
JÓHANN SÆMUNDSSON
eðlishvötum, er blunda í eðli hans. Meðan hann var dýr á lægra stigi, var
hann þræll eðlishvata sinna. Þær stjómuðu h'fi hans. Með auknum þroska
hefur hann þokazt nær því marki að verða herra eðlishvata sinna, göfga
þær og gera þær að aflstöð til nýrra afreka á þroskabraut sinni.
Ef alin er sú ósk í brjósti manninum til handa, að hann megi vaxa að
vizku og þroska, verður einnig að rísa gegn hverju því, sem miðar að þ\i
að þoka honum niðtur á við og skipa honum aftur á bekk með hinum
óæðri dýmm.
Aróður nútímans er oft þannig rekinn, að varla er hægt að hugsa sér
öllu áhrifaríkari aðferð til að svipta manninn valdi á sjálfum sér, gera
hann að leiksoppi hinna frumstæðustu hvata og hrekja hann niður á bekk
með skynlausum skepnum. Slíkur áróður er ein af þeim meginhættum,
sem ógna framtíð mannkynsins. Styrjöldm, sem nú geisar, verður að
verulegu leyti rakin til nýtízku áróðurs, sem hefur verið rekinn með al-
gerri beitingu hvers konar vísindalegrar tækni, er við varð komið.
Margt hefur verið ritað um menntun og fræðslu sem andstæðu áróð-
ursins. En oft og einatt er mjög erfitt að greina þar á milli. Lokatakmark
alls áróðurs er að sannfæra, fá menn til að trúa. Til þess eru notaðar bæði
beinar og óbeinar aðferðir. Aróðurinn fer jafnan skemmstu leið að mark-
inu og gerir sér far um að sannfæra sem flesta á sem stytztum tíma og
með sem auðveldustum hætti. Hann leggur ekki áherzluna á að sanna,
heldur sannfæra.
Menntun og ffæðsla leggur hins vegar áherzlu á að sannfæra með sömi-
unum, þ.e. maðurinn telur þetta eða hitt satt og rétt, er hann hefur vegið
rök og gagnrök, leitað að öllum hugsanlegum möguleikum og koinizt að
ákveðinni niðurstöðu með rökréttri hugsun. Þó mundi hver sá, sein leit-
ar sannrar þekkingar, hugsa h'kt og Ari ffóði, að skylt sé að hafa það jafn-
an, er sannara kynni að reynast, því sannleiksleitandinn er aldrei of \iss í
sinni sök. En því fer einnig oft mjög fjarri, að ffæðslan sé eða geti verið
með þessu sniði. Nægir að nefna trúarbragðakennslu og t.d. sögukennslu.
Kennslubækur í sögu eru oft svo litaðar af þjóðernisanda, að margt, sem í
þeim stendur, mætti skoða sem fjandsamlegan áróður í garð annarra
þjóða. Stundum kemur það og fyrir, að sagnaritarinn gemr ekki varðveitt
hlutleysi sitt gagnvart sögupersónunum, en litar ffásögnina vegna tilfinn-
ingamats sjálfs sín á mönnum og málefhuin, og gætir þá áhrifanna síðar
meir í skoðunum þeirra, er lesa. Af þessu leiðir, að ffæðsla er oft menguð
áróðri og því erfitt eða ókleift að draga þar markalínu á milli.
12