Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2003, Blaðsíða 178
GEORGE DICKTE
una og allar aðrar listkenningar, þó að hann taki það skýrt fram að grein-
argerð sín fyrir því að bera kennsl á list sé ekki listkenning.20
Carroll ræðst á hringinn í stofhunarkenningunni með því að segja að
hann segi ekki neitt sérstakt um hstina heldur sé bara
nauðsynlegur rammi utan um samræmda en allflókna boð-
skiptahætti. ... En þegar Dickie varpar ljósi á ákveðna
óhjákvæmilega formgerðarþætti hefnr hann í rauninni eklá
sagt okkur neitt um hst sem Hst. ... En ... [þetta] er ekki það
sem þátttakendur í rökræðu rökgreiningarheimspekinnar
bjuggust við undir heitinu skilgreining. [Þama] er ekki lengur
farið eftir hinum uppmnalegu leikreglum og það mglar bara
hlutina að halda þtu fram að eðlisskilgreining sé enn á boðstól-
um.21
Ég hef aldrei reynt að spila eftir upprunalegum leikreglum þess sem
Noél Carroll kallar „eðlisskilgreiningu“. Reyndar hef ég ekki svo mikið
sem notað orðið „eðlisskilgreining“. I fyrsta lagi fór ég að dæmi Maurice
Mandelbaum og fór út fyrir sýnileg einkenni Hstaverka þegar ég leitaði
að nauðsynlegmn og nægilegum skilyrðum, en það brýtur reglur skil-
greiningarinnar eins og þær eru hugsaðar hjá Morris Weitz og fleirum.
Að dæmi Mandelbaum og Danto leitaði ég að tengslaeinkennum listar-
innar sem staðsetja hana innan menningarinnar, því að ég tel sýnileg ein-
kenni, sem hefðbundnar kenningar nota, vonlaus til að skilgreina ein-
kenni. I öðm lagi tók ég sérstaklega fram hringeinkennið í báðum
útgáfum stofnunarkenningarinnar; það er þessi hringur sem greinir skil-
greiningar stofnunarkenningarinnar ffá línulaga skilgreiningum sem
krafist er af hinum upphaflegu regltun sem Carroll kallar „eðlisskilgrein-
ingar“. Skoðun mín er sú að þau nauðsynlegu og nægilegu skilyrði sem
stofnunarkenningin tilgreinir sé ekki hægt að skilja óháð liststofhuninni
- stofnun sem fólk elst upp við frá bernsku. Ég hef aldrei ætlað né þóst
geta gefið línulega eðlisskilgreiningu í merkingu Carrolls. Eg skil það
þannig að slík eðlisskilgreining mundi tilgreina nauðs)mleg og nægileg
skilyrði sem hægt er að þekkja óháð hinu skilgreinda heiti, „list“. Þetta
20 Noél Carroll, „Art, Practice and Narrative", Monist 71 (1988), bls. 140-56.
21 Noél Carroll, „Identifying Art“ í Institutions ofArt: Reconsiderations of George Dickie’s
Philosophy, ritstj. Robert J. Yanal (University Park: Pennsylvania State University
Press, 1991), bls. 12-13.
176