Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2003, Blaðsíða 74
GAUTI KRISTMANNSSON
að hindra viðskipti við slík ríki, eða þá sem skipta við þau þrátt íyrir
mannréttindabrot þeirra, þá er eins víst að Alþjóðaviðskiptastofhunin
kalli það núna hömlur á verslunarfrelsi og samkeppni. Frelsi þeirra sem
lokaðir eru inni í pyntingaklefum er þar algjört aukaatriði. Það má því
kannski segja að til hafi orðið í ríkinu fimmta valdið á eftir fjórða valdi
fjölmiðlanna, eða öllu heldur fimmta herdeild viðskiptahagsmuna sem
eru svo sterkir að þeir verða nánast einráðir með tíð og tíma.
Hvernig það getur gerst lýsir Hertz nánar í kafla þar sem hún fjallar
um tengsl fjármagnsins við stjórnmálin, tengsl sem tryggja að hið þverr-
andi vald stjórnmálanna standi ekki í vegi fyrir hagsmunum viðskiptanna.
„Vegna þess að ekki er lengur skýr hugmyndaffæðilegur munur á stjórn-
málaflokkum, er helsta leið þeirra til að aðgreina sig með því að nota
kostnaðarsama markaðssetningu“ (93). Eins og hún sýnir fram á styrkja
stórfýrirtæki ekki stjórnmálaflokka að ástæðulausu, jafnvel þótt engir
beinir hagsmunir séu í húfi. Það styttir vitanlega þingmannaleiðirnar ef
menn hafa stutt flokkinn svo að umtalsvert sé, annað væri ekki samræmi
við mannlegt eðli.
Það mætti kannski halda af framangreindu að það sé einfaldlega fyrir-
sláttur hjá Hertz að segjast ekki vera gegn fýrirtækjum og viðskiptum.
Hún snýr þó við blaðinu og ræðir málið með sígildum hætti, ekki aðeins
á móti heldur einnig með. Hún bendir t.d. á að þótt atkvæðin séu orðin
lítils virði í kosningum vegna þess hve máttlítil stjórnmálin eru hafi neyt-
endur og ýmis óháð samtök þeirra náð langt, og oft lengra en mörg rík-
isstjórnin, í því að hafa áhrif á ákvarðanir stórfyrirtækja. Sýndarveröld
ímyndarinnar gerir fyrirtækin viðkvæmari fyrir almenningsáliti en
þrýstingi stjórnvalda. Vissulega ná aðgerðir sem stefha að því að kaupa
ekki tilteknar vörur mjög skammt svo lengi sem stjórnvöld eru ekki með,
en segja má að sigurinn í Suður-Afríku hafi unnist þegar bæði almenning-
ur og stjórnvöld voldugra ríkja tóku höndum saman. Það er þó greinilegt
að stórfyrirtæki komast ekki upp með að bjóða almúganum upp á hvað
sem er og allra síst ef tekst að koma andstöðu við vöru þeirra eða stefinu
inn í lífsstíl stórra hluta samfélagsins.' Stórfyrirtækin eru fljót að bregðast
við þegar þau finna fyrir raunverulegum ímyndarþrýstingi utan ffá.
Þetta gerðist t.d. þegar genabreytt matvæli komu fyrst á Evrópumarkað eins og
Hertz og Monbiot benda á í umfjöllun sinni um Monsanto-fyrirtækið. Nú vill
Bandaríkjastjórn gera annað áhlaup gegn hömlum í viðskiptum með genabreytt
matvæli með fulltingi Alþjóðaviðskiptastofnunarinnar. Annað dæmi er Islendingum
nærtækara, en það eru hvalveiðar. Náttúruverndarmönnum um víða veröld tókst að
72