Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2003, Síða 149
Arthur C. Danto
Listheimurinn
Hamlet: Þér sjáið ekkert sjálf?
Drottningin: Alls ekki neitt; þó sé ég allt sem er.
- Sbakespeare: Hamlet, III. þáttnr, 4. svið1
Hamlet og Sókrates töhiðu báðir um listina eins og spegil sem beint er
að náttúrunni, þótt hjá öðrum hafi það verið til lofs en hjá hinum tdl lasts.
Eins og oft vill verða um ólíka afstöðu byggist hún hér að einhverju leyti
á staðreyndum. Sókrates taldi að speglar endurspegluðu aðeins það sem
við sjáum nú þegar; og því sýnir hstin okkur, að því leyti sem hún líkist
spegh, gagnslausa en nákvæma eftirmynd af ásýnd hlutanna og hefur
ekkert þekkingarfræðilegt gildi. Hamlet tók þó af skarpskyggni sinni eft-
ir athyghsverðum eiginleika spegilflata, sem sé að þeir sýna okkur það
sem við gætum ekki skynjað öðruvísi - okkar eigið andht og útht - og því
sýnir hstin okkur - að því leyti sem hún Ekist spegh - okkur sjálf og hef-
ur, jafnvel út frá mælikvörðum Sókratesar, eitthvert þekkingarfræðilegt
gildi. Sem heimspekingur tel ég þó að skoðun Sókratesar sé áfátt af öðr-
um, kannski grunnfæmari ástæðum. Ef spegilmynd af h er í raun og vem
eftírlíking af h, og hst er eftírlíking, þá era spegilmyndir hst. En að end-
urspegla hluti er ekki frekar hst en að afhenda brjálæðingi vopn hans er
réttlæti; og að vísa til endurspeglunar væri einmitt hið lævíslega gagn-
dæmi sem við mundum búast við að Sókrates kæmi með til þess að hrekja
kenninguna sem hann notar dæmið svo til að rökstyðja. Ef kenningin
neyðir okkur til að flokka þetta sem list, þá koma vankantar hennar í ljós:
1 William Shakespeare, Leikrit, V, Helgi Hálfdanarson íslenskaði, Reykjavík, 1970,
bls. 89.
147