Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2003, Blaðsíða 43
PRUTT EÐA ROK OG RETTLÆTI
ákvörðunarferlis. Sömu sögri er að segja um réttindaskrár, réttindaá-
kvæði stjórnarskráa og ýmsar yfirþjóðlegar skuldbindingar.
Frá sjónarhóli rökræðulýðræðisins horfir málið allt öðruvísi við. Frá
þessum sjónarhóli er ljóst að lýðræðisleg ákvörðun felst ekki í einberum
kosningum, ekki einu sinni þótt þær verði frjálsar í einhverjum skilningi.
Rökræðulýðræði verður ekki komið á nema með því að tryggja opna og
óhefta umræðu og með því að setja á fót stofnanir og lögbundin ferli sem
miða að því að draga fram ólíka hagsmuni og leitast við að taka ákvarð-
anir án þess að mismuna fólki með tillitd til verðleika og lífssýnar þess.
Lýðræðisleg umræða er ekki fyrst og fremst greinaskrif í dagblöð, vegg-
spjöld, áróður og hnútukast í fjölmiðlum mánuðina fyrir kosningar. Slík
umræða er vissulega hluti af lýðræðislegri umræðu og misjafnt aðgengi
að fjölmiðlum í þeirri umræðu er meinbugur á lýðræðinu. En þetta er að-
eins brot af hinni lýðræðislegu umræðu. Umhverfismat vegna virkjana-
framkvæmda er einnig hluti af hinni lýðræðislegu umræðu sem og at-
hugasemdir við slíkt mat, gagnrýni á einstakar embættisfærslur ráðherra
og annarra embættismanna og greinaskrif fólks um eigin tilfinningar og
Kfssýn í tengslum við slíkar framkvæmdir. Allt fellur þetta innan hinnar
lýðræðislegu umræðu og það ber að líta á þessa umræðu, hvort heldur
sem um umhverfismat eða tilfinningaþrungin greinaskrif er að ræða, sem
innlegg í umræðu sem miðast við að leita leiða sem allir geta orðið ásátt-
ir um.
Munurinn á því hvort litið er á umhverfismat og lögbundna meðferð
þess sem ytri skorður lýðræðislegra ákvarðana eða innri stoðir lýðræðis-
ins, og þá jafnframt tæki til að taka vandaðri ákvarðanir, hefur komið ber-
lega í ljós í tveimur nýlegum úrskurðum umhverfisráðherra. I fyrra skipt-
ið felldi Siv Friðleifsdóttir úr gildi niðurstöðu Skipulagsstofitunar um
virkjun við Kárahnjúka, í seinna skiptið kvað Jón Kristjánsson, settur
umhverfisráðherra, upp úrskurð um stíflu við Norðlingaöldu. Urskurð-
ur Sivjar Friðleifsdóttur um virkjun við Kárahnjúka var ólýðræðislegur
ffá sjónarhóli rökræðulýðræðisins vegna þess að hann tók ekkert tillit til
hagsmuna og lífssýnar þeirra sem urðu undir. Siv kom hér fram sem full-
trúi þeirra hagsmuna sem höfðu ráðandi stöðu á markaðstorgi stjórn-
málanna (meirihluta á Alþingi) og umhverfismat og lögbundin meðferð
þess voru einungis ytri skorður sem hún varð að takast á við - þröskuld-
ur sem varð að reyna að yfirstíga til að vinna ráðandi hagsmunum braut-
argengi. Sú hugmynd um lýðræðislega ákvörðun sem birtist í úrskurði
4i