Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2003, Blaðsíða 189
HLUTVERK KENMNGAI FAGURFRÆÐI
er það sönn skilgreining að segja um list að hún . færi fullnægju gegn-
um ímyndun, félagslega merkingu og samræmi. Eg held því fram að ekk-
ert annað en listaverk hafi til að bera öll þessi þrjú sérkenni.“5
Allar þær fræðikemiingar, sem hér hafa verið teknar sem dæmi, eru
ófullnægjandi á marga mismunandi vegu. Hver þeirra um sig telur sig
vera fullkomna staðhæfingu um skilgreinandi eiginleika allra hstaverka
en samt sést hverri þeirra yfir eitthvert það atriði sem hinar telja vera að-
alatriðið. Sumar eru hringskilgreiningar, t.d. Bell-Fry kenningin um list
sem merkingarhært form, því að hún er skilgreind að hluta til út frá við-
brögðum okkar við merkingarbæru formi. I leit sinni að nauðsynlegum
og nægilegum eiginleikum, leggja sumar þeirra áherslu á of fáa eigin-
leika, eins og (aftur) Bell-Fry skilgreiningin sem sleppir myndgervingu
viðfangsefnisins í málverkinu, eða kenrúng Croces, sem sleppir því mik-
ilvæga einkenni t.d. byggingarhstar að birtast með opinberum efnisleg-
um hætti. Aðrar eru of almennar og ná yfir hluti sem eru ekki list jafiit
sem listaverk. Lífhyggjan er vissulega dæmi um það, því að henni má
beita á hvaða orsakasamstæðu sem er í heimi náttúrunnar jafnt sem í list-
inni.6 Enn aðrar hvíla á vafasömum forsendum, t.d. sú skoðun Parkers að
listin sé holdger\dng ímyndaðrar fullnægju frekar en raunverulegrar; eða
fullyrðing Croces um að til sé óhugtakabundin þekking. Þetta sýnir að,
jafiivel þótt hstin hafi til að bera eitt mengi nauðsynlegra og nægilegra
eiginleika, þá hefur engin þeirra kenninga sem við höfum rætt, eða yfir-
leitt engin fagurfræðikenning sem hingað tál hefur komið fram, talið upp
þetta mengi þannig að alhr séu ánægðir.
Við þetta bætist annars konar vandi. Sem eðlisskilgreiningar eiga
þessar fræðikenningar að gilda um raunverulega list. Ef þær gera það,
getum við þá ekki spurt: Koma þær heim og saman við staðreyndir og
er hægt að sanna þær eða afsanna? Hvað mundi t.d. staðfesta eða af-
sanna þá fræðikenningu að listin sé merkingarbært form eða holdgerv-
ing tdlfinninga eða skapandi samtenging ímynda? Það virðist ekki einu
sinni vera tdl nein vísbending um hvers konar aðstæður gætu verið próf-
steinn á þessar kenningar; og maður veltdr því reyndar fyrir sér hvort
þær séu kannski vildarskilgreiningar á list, þ.e.a.s. tdllaga að endurskil-
greiningu út frá einhverjum tdlteknum sérvöldum skilyrðum fyrir beit-
5 Sama rit, bls. 104.
6 Sjá bráðsnjalla umfjöllun M. Macdonalds um þessa mótbáru við lífhyggjunni í rit-
dómi um bók mína, Philosophy ofthe Arts, í Mind, október, 1951, bls. 561-564.
187