Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2003, Blaðsíða 33
ÁRÓÐUR í HINUM BESTA HEIMI
skoðunar að Frakkar haíi átjándualdar skilning á umræddum orðum, svo
og þjóðir þær sem voru ekki reiðubúnar að fara í stríð gegn Irökum. Þeg-
ar Frakkar kyrjuðu fyrr á öldum um frelsi, jafnrétti og bræðralag á göt-
um úti voru það slagorð æduð til heimabrúks, en urðu óvart útflutnings-
vara. Nú fá Frakkar þau aftur í höfuðið, og ratmar heimsbyggðin öll, en
í nýjum umbúðum made in U.S.A.
Því hefur löngum verið haldið fram að Bandaríkjamenn séu meistarar
í áróðri og að margar af auglýsinga- og áróðursbrellum nútímans megi
rekja tdl þeirra. Aróður Bandaríkjamanna í þágu stríðs í Irak hlýtur því að
vekja furðu. Honum svipaði reyndar til kosningaáróðurs uppi á Islandi.
Andstæðingurinn var úthrópaður, lítið gert úr honum og í því augnamiði
að hefja til skýjanna eigið ágæti. Agætið var svo ótvírætt að Bandaríkja-
menn áskildu sér rétt tdl að reiða sverð réttlætisins tdl höggs. Þeir sem
ekki vildu vera með í því voru náttúrlega á móti og þar af leiðandi álitn-
ir ofarseldir andstæðingnum. I bandarísku pressunni voru Frakkar sagð-
ir bleyður, ef ekki fávitar og með svo spilltan forseta yfir sér að hann væri
opinberlega til sölu.2
Málatilbúnaður sem þessi ættd að gera hvem mann dapran og vekja
óþægilegar minningar frá öldinni sem leið. Þetta er eins og að rekast á
uppvakning.
Bandaríkjamönnum gekk nefnilega ekki vei að fá aðra til fylgis við
stríðsætlun sína og vom raunar undrandi yfir því. En þeir virtust hafa
gleymt tvennu. I fyrsta lagi að hræðsluáróður á ekki við alla. Þeir gátu
hrætt íraka með því að ógna þeim, en tókst síður að fá aðrar þjóðir til að
hræðast þá. Og alls ekki tókst þeim að sýna fram á að Saddam Hussein
væri bæði með hom og klaufir, þótt ekki mælti honum nokkur maður
bót, enda um einræðisherra að ræða. I öðra lagi féllu Bandaríkjamenn í
þá gryfju að halda að áróður sem slægi í gegn heima fyrir hlyti að vera
góð vara tdl útflutnings. Þegar forsetd Bandaríkjanna birtist í sjónvarpi
yljar það sjálfsagt mörgum Bandaríkjamönnum um hjartaræturnar,
sömuleiðis tal hans um að ríki þeirra sé það mesta og voldugasta í heimi,
hemaðarmátturinn ótvíræður og að það standi fyrir réttlætd og lýðræði.
Eðli málsins samkvæmt rennur áróður af þessum toga ekki svo glatt ofan
í fólk af öðmm þjóðum, nema það trúi fyrirfram öllu því sem Bandartkja-
menn láta frá sér fara. Þjóðverjar vöknuðu upp við það ekki alls fyrir
löngu að Bandaríkjamenn vom í fúlustu alvöru að hugsa um að beita þá
2 Le Monde 8. febrúar 2003.
31