Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2003, Blaðsíða 159
LISTHEIMURINN
ingarinnar fyrir tilstilli andrúmslofts sem samanstendur af listkenningum
og sögu nýrrar og gamallar málaralistar, og hann er að reyna að ná brot-
um úr í eigin verki. Og af þessu leiðir að verk hans heyrir þessu andrúms-
lofd til og er hluti af þessari sögu. Hann hefur fundið leiðina til abstrak-
sjónarinnar með því að hafna listrænum kennslum, hefúr horfið aftur tdl
hins raunverulega heims, sem kennsl af þessum toga leiða okkur ffá (að
hann telur), með svipuðum hætti og lesa má hjá Ch’ing Yuan sem skrif-
aði:
Áður en ég var búinn að stunda Zen í þrjá áratugi leit ég á fjöll-
in sem þöll og vötnin sem vöm. En þegar ég öðlaðist dýpri
þekkingu kom að því að ég sá að fjöllin eru ekki fjöll og vötn-
in eru ekki vötn. En nú, þegar ég hef komist til botns, hefur
hugur minn öðlast ró. Og nú sé ég fjöllin aftur sem fjöll og
vötnin sem vötn.
Túlkun abstraktmálarans á því sem hann hefur málað er röklega háð
þeim kenningum og þeirri sögu sem hann hafnar. Munurinn á orðum
hans og orðum Testadura: „Þetta er svört og hvít málning og ekkert ann-
að“ felst í þeirri staðreynd að hann er enn að notast við er listrænna
kennsla, þannig að þegar hann segir: „Þessi svarta málning er svört máln-
ing“ þá er það ekki klifun. Testadura er ekki kominn upp á þetta stig. Að
sjá eitthvað sem list krefst einhvers sem augað fær ekki greint - andrúms-
lofts hstkenninga, þekkingar á sögu listarinnar: Listheims.
III
Popplistamaðurinn Andy Warhol sýnir eftirgerðir af Brillo-kössum í
snyrtilegum, háum stöflum, eins og í birgðageymslu stórmarkaðar. Þeir
eru reyndar úr viði, en málaðir þannig að þeir líta út eins og pappi, og
hví ekki? Eins og gagnrýnandi Times sagði, ef gera má eftirmynd af
manni úr bronsi, hví þá ekki eftirmynd af Brillo-kassa úr krossviði? Verð
þessara kassa er reyndar 2 x 103 af verði hliðstæðna þeirra í hversdagslíf-
inu - en munurinn verður þó varla rakinn til betri endingar. Það er ratm-
ar svo að Brillo-ffamleiðendur gætu, með svolitlum aukakostnaði, búið
kassa sína til úr krossviði án þess að þeir yrðu að listaverkum, og Warhol
gæti gert sína kassa úr pappa án þess að þeir hættu að vera list. Svo að við
getum leitt hjá okkur spumingar um innra verðmæti og spurt hvers
H7