Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2003, Blaðsíða 123
SANNLEIKURINN í SKÁLDSKAPNUM
Eitt sinn vorum við [sögnmaður og bróðir hennarjorðin þrejnt
á hamaganginum og sátum á jörðinni hjá járnsmiðunum og
hölluðum bakinu upp að veggnum og brutum heilann um
hvort það skapaði raunverulega ógæfa að drepa járnsmið. Eg
sagði að þeir sem dræpu járnsmiði færu til helvítis en bróðir
minn sagðist halda að hefnd guðs fyrir járnsmið gæti ekki ver-
ið meiri en svolítil ógæfa í jarðlífinu. Kannski gerist ekkert,
sagði ég og bróðir minn sagði að það væri aðeins ein leið til að
komast að því og trampaði á járnsmið og drap hann.3
Það er ekki endilega vísað til hátíðisdaga eða merkisatburða í lífi stúlk-
unnar eins og búast mætti við í hefðbundnara albúmi, þar sem slík albúm
geyma iðulega myndir af fremur ópersónulegum atburðum sem hafa al-
menna skírskotun. Jólin og afmælin renna með tímanum saman og verða
einna helst að heimild um tísku og hárgreiðslu viðkomandi tímabils, en
slíkar myndir koma engu raunverulegu skipulagi á minningar okkar.
Það er að sjálfsögðu allur gangur á því hvernig menn tengja sig við for-
tíðina og stundum er því haldið fram að fólk eigi yfirhöfuð mun færri
raunverulegar bernskuminningar en það heldur. Margir telja sig muna
efdr atvikum sem koma fram á ljósmyndum, eða þá að þeir hafi heyrt
sögur af sjálfum sér sem þeir telja sig geta tengt við raunverulegar minn-
ingar. Minningar eru þannig mögulega óaívitandi skáldskapur, maðurinn
fylhr í eyðurnar, ímyndar sér aðdraganda og framhald þeirra upplýsinga
sem hann hefur fengið, og býr þannig til fortíð í huganum. Inn á milli
eru svo raunverulegar minningar, en þær eru ekki endilega tengdar þess-
um ímynduðu hornsteinum tilverunnar, heldur eru þær augnablik sem
hver á fyrir sig, og byggjast á persónulegri túlkun og tilfinningum gagn-
vart atburðinum, en mótast ekki af utanaðkomandi hugmyndum manns-
ins um líf sitt. Það er ekki þar með sagt að þessar minningar séu raun-
verulegri en aðrar, að öðru leyti en því að þær eru staðfestar í
tilfinningaminninu og hafa því áhrif alla tíð. Maðurinn man hvernig
honum leið, en minningin getur verið þokukennd að öðru leyti.
Minningar eru þannig tengdari skáldskap heldur en virðist í fyrstu. Og
hér hefur höfundurinn kosið að deila minningum sínum með lesendum.
Eins og allir vita er auðvitað stórhættulegt að túlka skáldsögur út frá ævi
höfundarins, enda er ekki ædunin að halda fram neinni slíkri túlkun hér.
3 Albúm, bls. 24.