Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2003, Blaðsíða 125
SANNLEKURENN í SKÁLD SKAPNUM
og sumarsins er minnst með tveimur, stuttum brotum. í fyrra brotinu
Kður Erm greinilega illa, en hún dvelst ásamt hópi annarra bama á sveita-
bæ, þar sem einstaUega hranaleg og kaldlynd kona ræður ríkjum.- Hins
vegar heimsækir hún móðursystur sína sem er ráðskona á öðmm bæ og
þar einkennist lífi hennar af blómum, kettlingum og sólskini, „ Hamingja
mín hafði aldrei verið jafn stór ..." segir Eva um dvölina þar.6 Söguper-
sónan velur atriði úr æfi sinni til að deila með lesendum og verður frá-
sögnin þannig mjög persónuleg. Eva gefur lesandanum mikilvæg kenni-
leiti, en lætur honum úrvinnsluna eftir.
Albúrn er bæði persónuleg og fjarlæg í senn. Hún býður lesandanum
upp á persónulegt ferðalag, en það er þó undir honum komið hvort hann
tekur boðinu eða ekki. Þfi getur frásögnin first fjarlæg, það fer í raun að
miklu leyti efdr afstöðu lesandans. Þetta albúm býr yfir fjölbreyttum
myndum, sögumar em ólíkar í eðh sínu og bera hugarástandi söguhetj-
unnar fitni, sumar em í hversdagslegra lagi, eins og þegar Eva lýsir erf-
iðleikum fið það að komast upp bratta brekku í roki á leiðinni heim úr
skólanum, en aðrar em afar persónulegar og innilegar, til dæmis þegar
hún kemur stolt heim úr smíðatíma og ætlar að sýna mömmu sinni lás-
bogann sem hún var að ljúka fið að smíða. Hún kemur að mömmu sinni
grátandi, og í ljós kemur að hún ætlar að skilja fið fósturföður Evu og
flytja til Kirkjubæjarklausturs, sem þær mæðgur síðan gera.8 Líf sögu-
hetjunnar einkennist af ákveðnu rótleysi, hún flytur oft á milli staða,
kynnist nýju fólki og þarf í sífellu að takast á fið nýjar aðstæður og nýjan
veruleika. Tilfinning fyrir persónunni eykst stöðugt, þar sem minning-
amar verða flóknari, og standa sögumælanda nær í tíma en hinar eldri.
Lesandinn fylgist með því hvernig Eva öðlast skilning á sjálfri sér og að-
stæðum sínum og vaknar tdl fitundar um umhverfi sitt.
5 Albúm, bls. 30.
6 Albúm, bls. 31.
Albúm, bls. 53.
8 Albúm, bls. 61.
I23