Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2003, Page 27
Álfrún Gunnlaugsdóttir
Áróður í hinum besta heimi
I
Roskið fólk og ráðsett man þá tíð að orðið áróður hafði á sér neikvætt yf-
irbragð og kom flestum til að fitja upp á nefið. Þótt nú sé öldin önnur og
menn segi án þess að depla auga að nauðsynlegt sé að reka áróður fyrir
þessu eða hinu, og gangi ekki annað en gott tdl, hefur orðið ekki að öllu
leyti öðlast jákvætt inntak. Pólitískur áróður er enn talinn varhugaverð-
ur, samt þykir sjálfsagt að umbera hann: „Þetta er ekki annað en pólitísk-
ur áróður“ er viðkvæðið, og svo er öxlum yppt. En á manni að standa á
sama?
Munurinn á áróðri og prédikunum hefur verið næsta óljós, þess vegna
mætti segja að áróður sé fjarri því að vera nýtt fyrirbæri þótt lengst af hafi
honum verið beitt til að halda fólki í skefjum. Um það sá ekki ómerki-
legri stofhun en kirkjan sem teygði anga sína inn á gafl hjá jafnt háum
sem lágum og lét það heita að börn væru getin í synd. Að syndga var samt
hjónabandsskylda, og væri sú skylda ekki uppfyllt, konan enn óspjölluð
að nokkrum tíma liðnum, fyrirgerðu menn ekki aðeins hjónabandinu
heldur jafnvel sálu sirmi. Hið sama gilti reyndist konan spjölluð þegar
hún gekk í það heilaga, hennar beið útskúfun, fyrst hérna megin og svo
hinum megin.
Dyggðugt lífemi var mál málanna, og efdr forskrift lærifeðra kirkjunn-
ar. Unaðurinn var þó ekki bundinn líkamanum, hann tilheyrði sálinni og
sálin guði, en hjá guði einum var unað að finna sem hafði þann kost fram
yfir allt hið jarðneska að vara að eilífu. Umbunin var því á næsta leitd
hefðu menn örlitla biðlund. En gengju þeir gegn dyggðinni gátu þeir far-
ið að eygja loga Vítis. Vissulega stóð þeim til boða að bæta ráð sitt, og var
25