Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2003, Blaðsíða 146
GUNNAR HARÐARSON
miðum og Danto, en hefur sett fram eigin kenningar um hvers konar fyr-
irbæri listheimurinn er. Dickie hefur reynt með kenningum sínum um
listina sem stofnun, sem hann setti fram í greinum og bókum á árabilinu
1969-1984, að sýna fram á að unnt væri að tiltaka nauðsynleg og nægi-
leg skilyrði listar og þar með að skilgreina hst, öfugt við það sem Weitz
hafði haldið fram. Eins og Danto taldi Dickie að skilyrðin sem ákvörð-
uðu listina væru ekki sýnileg einkenni listaverka, hvorki líkindi né tengsl,
en Dickie leggur ekki jafn mikla áherslu á hið fræðilega samhengi og
Danto, heldur telur hann listina skilgreinast af samspili ýmissa félags-
legra og sálrænna þátta. Kenning Dickies er }dirleitt túlkuð sem félags-
leg kenning en af þeirri grein sem hér birtist má ráða að Dickie skilur
kenningu sína sem formgerðarkenningu. Dickie greinir skýrt á milli
kenninga sem fjalla um eðli listarinnar og kenninga sem fjalla um gildi
hennar, en eins og ráða má af grein Weitz er ekki alltaf auðvelt að greina
þetta tvennt að svo vel sé.
A undanförnum árum hefur áhugi á fagurffæði vaxið töluvert og jafri-
framt hefur umræðan færst frá listinni sem slíkri yfir á víðara svið sjón-
menningar og manngerðs umhverfis yfirleitt, jafnframt því sem áhugi á
fagurfræði náttúrunnar hefur vaknað í tengslum við náttúru- og um-
hverfisvernd. Þessi tilhneiging hefur verið kölluð „the aesthetic turn“,
hin fagurfræðilega vending, og hefur hennar meðal annars gætt á Norð-
urlöndum. Er vert að benda lesendum á norræna fagurffæðitímaritið,
Nordisk estetisk tidskrift, sem gefið er út af norræna fagurffæðifélaginu
með aðsetur í Uppsölum. Anga af þessum nýtilkomna áhuga hefur mátt
sjá hér á landi í nýlegri doktorsritgerð Birnu Bjarnadóttur um fagurfræði
í verkum Guðbergs Bergssonar8 og einnig á þingi um fagurffæði sem
nokkrir bókmenntafræðingar, listamenn og listfræðingar efndu til í
Reykholti á vordögum 2003 með stuðningi Hugvísindastofnunar og
Listaháskólans. Meðal íslenskra heimspekinga sem áður hafa lagt nokkra
stund á fagurffæði má nefna Arnór Hannibalsson, Gunnar J. Arnason og
Stefán Snævarr.9
8 Birna Bjarnadóttir, Holdið hemur andann. Um fagiafi'aði í skdldskap Guðbergs Bergs-
sonar, Reykjavík, Háskólaútgáfan, 2003.
9 Gunnar J. Arnason hefúr m.a. fjallað um bæði Danto og Dickie í greinum í Morgun-
blaðinu, sjá Gagnasafn Morgmblaðsins á veraldarvefnum; Stefán Snævarr, Minerva and
the Muses. The Place of Reason in Aesthetic Judgement (Studia Hmnanitatis Bergensia 11),
Kristiansand, Hoyskoleforlaget, 1999; Amór Hannibalsson, Fagurfræði, Reykjavík,
eigin útgáfa, 1987.
144