Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2003, Blaðsíða 42
OLAFUR PALL JONSSON
og þeim sameiginlegu gæðum sem lágu lýðræðinu í Aþenu til grundvall-
ar, heldur á þeirri hugmjnd að réttlæti sé helsta dygð á stofnunum sam-
félagsins og að það sé réttlætismál að hver og einn geti leitað lífsham-
ingjunnar eftdr eigin leiðum svo fremi sem hann virði réttmætt tilkall
annarra til hins sama.
IV. Lýðræði og lýðræðisleg innræða
Á íslandi rista hugmyndir valdamanna um lýðræði ekki sérlega djúpt.
Nýlega kvartaði Valgerður Sverrisdóttir, iðnaðarráðherra, um
andlýðræðislega baráttu náttúruvemdarsinna gegn tdrkjanaframkvæmd-
um á hálendinu. Lnntakið í því sem Valgerður sagði (og fleiri bergmál-
uðu, t.d. Jóhannes Geir Sigurgeirsson stjómarformaður Landstirkjunar)
var að þar sem lýðræðislega kjömir fulltrúar, þ.e. alþingismenn, hefðu
tekið ákvörðun um framkvæmdimar á réttum vettvangi, þ.e. með at-
kvæðagreiðslu á Alþingi, þá gengju menn í berhögg við lýðræðið með því
að mótmæla ákvörðuninni. Hér virðist mér hugmynd Valgerðar um hlut-
deild almennings, t.d. náttúmvemdarsinna, í lýðræðislegu ferli vera
bundin tið kosningar til Alþingis og e.t.v. áróður, auglýsingar og annan
málfluming til að hafa áhrif á kosningar á Alþingi. Vemleiki hins lýðræð-
islega stjórnarfars sé hins vegar sá að fjöldi þingmanna hvers flokks segi
til um hvaða hagsmunir hljóti brautargengi og þeir sem verði undir í
samkeppninni verði bara að taka því.16 Hér höfum við í hnotskurn
prúttlýðræði, markaðshyggju um lýðræði þar sem sumir virrna en aðrir
tapa.
Samkvæmt prúttlýðræðinu em lögbundin ferli, eins og lögbundið um-
hverfismat og meðferð athugasemda við slíkt mat, ytri skorður sem tak-
marka þá valkosti sem koma til lýðræðislegrar ákvörðunar (kosninga á
Alþingi). Ekki er litið á ferlin sjálf sem mikilsverðan hluta lýðræðislegs
16 Þeir sem voru andsnúnir miðlægnm gagnagrunni á heilbrigðissviði voru gagnrýndir
með svipuðum hætti. Þannig sagði Kári Stefánsson að þeir sem gagnrýndu gagna-
grunninn, eftir að lög um hann höfðu verið samþykkt, græfu með því undan sjálfu
lýðræðinu: „The critics are a minority. And if they persist, they not only criticise the
project [gagnagrunninn], but the functioning of democraq^ itself.“ Tilvimunin er
tekin upp efrir grein Skúla Sigurðssonar, „Decoding broken promises" í veftímarit-
inu Open Demoa-acy [http://www.opendemocracy.net/debates/article-9-79-1024.jsp.
Sótt 20. maí 2003] en þar er ffekari umræða gagnagrunnsmálið út ffá þessum sjón-
arhóli.
4°