Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2003, Blaðsíða 21
UM ÁRÓÐUR
miklu haldi sem mótvægi. En eðli áróðursins er hið sama. Hann skírskot-
ar til sömu frumstæðu hvatanna og leitast við að sannfæra fólk með tdl-
finningum, en ekki rökum fyrst og fremst.
Aróður getur verið bæði beinn og óbeinn. Dæmi um beinan áróður
eru nærtæk. Aróður Hitlers er eitthvert ljósasta dæmið.
Obeinn áróður er yfirleitt miklu skæðara vopn en beinn áróður, því að
margir búast tdl andlegrar varnar, þegar reynt er að þröngva þeim til að
trúa og tdl þess notaðar klunnalegar aðferðir. Þegar óbeinum aðferðum
er beitt, hefur einstaklingurinn ekki vitund um, að verið sé að sefja hann.
Honum finnst þvert á mótd, að hann hafi sjálfur komizt að merkilegri
niðurstöðu og finnur jafnvel talsvert tdl sín fyrir. Hann er þá Kklegur til
að leggja í aðra tdl að sannfæra þá, og vel geta andmæli þeirra orðið til
þess að styrkja sannfæringu hans enn betur, því að honum finnst, að
skoðunin sé einkauppgötvun hans sjálfs og andlegt afkvæmi.
Sígilt dæmi, er lýsir aðdáanlega beitingu óbeins áróðurs og áhrifum
hans, er ræða Antoníusar yfir líki Cæsars í leikritd Shakespeares.
Banamaður Cæsars, Brútus, kemur inn á sviðið og er ákaft hylltur af
lýðnum. Antoníus hefur mál sitt. Naumast mælir hann eitt styggðaryrði
um Brútus, en lofar hann á hvert reipi. En hann leikur á tilfinningar
fólksins á hinn breytilegasta hátt. Hann vekur hjá því viðkvæmni, aðdá-
un á Cæsar og afrekum hans, vekur forvitni þess og ágirnd með því að
sínefna erfðaskrána. Hann vekur meðaumkun, hrylling og bræði með því
að sýna sár Cæsars - „hina þöglu munna“, sem hann biður að tala fyrir
sig.
„Brennum Brútus inni!“ hrópar lýðurinn að lokum.
Eg ætla að leyfa mér að lesa þessa ræðu Antoníusar í lauslegri þýðingu:
Vinir mínir, Rómverjar, landar mínir, hlustið á mig. Ég kem til
þess að jarða Cæsar - ekki tdl þess að lofa hann.
Hið illa, sem menn aðhafast, lifir eftdr þá. En góðverk þeirra fara
oft í gröfina með þeim. Látdð svo fara um Cæsar. Göfugmennið
Brútus sagði ykkur, að Cæsar hafi verið metorðagjarn. Hafi hann
verið það, þá var það sorgleg misgerð, og Cæsar hefur tekið sorg-
leg gjöld fyrir. Ég kom hingað með leyfi Brúmsar og hinna - því
að Brútus er sæmdarmaður, og það eru hinir allir, allir sæmdar-
menn - til þess að tala yfir moldum Cæsars. Hann var vinur minn,
tryggur mér og réttlámr við mig. En Brútus segir, að hann hafi
19