Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2003, Blaðsíða 171
STOFNXJNARKENNINGIN UM LIST
Takið efdr því að þessi grundvallarkenning er um íbúa flokksins listaverk:
Sumir íbúar eru góðir, sumir í meðallagi og sumir slæmir. Hin almenna
stmfsemi að skapa listaverk hefur auðvitað sitt gildi, en það eru íbúar í
flokknum listaverk sem stofnunarkenningin beinist að. Reyndar þurfa
ekki allar afurðir þeirrar starfsemi sem hefur gildi að hafa gildi, þó að
ákveðið hlutfall þeirra þyrfd að hafa það. Ennfremur neita ég því ekki að
orðið „listaverk“ megi nota á gildishlaðinn hátt. Þannig er til gildishlað-
in merking orðsins „listaverk“. Skilgreiningu minni á „listaverki“ er samt
ædað að ná grundvallar-, gildishlutlausri merkingu orðsins, sem vita-
skuld nær yfir öll þau verk sem gildismerkingin nær tíl en líka yfir miðl-
ungsverkin og slæmu verkin.
Bæði fyrri og síðari gerðir kenningarinnar eru svör við þeirri skoðun
að „list“ sé opið hugtak sem ekki sé hægt að skilgreina út frá nauðsynleg-
um og nægilegum skilyrðum.17 Hin almenna skoðun stofnunarkenning-
arinnar er að ef við hættum að leita að sýnilegum (auðséðum) einkennum
listaverka eins og eftirmyndun, tjáningu tilfinninga og öðrum slíkum
sem hefðbundnar kenningar beinast að og leitum í staðinn að einkenn-
um sem listaverk hafa vegna tengsla þeirra við menningarlegt samhengi,
þá getum við fundið skilgreinandi eiginleika.18 Kenningar um list sem
hefðbundnir kenningasmiðir hafa sett fram eru auðhraktar með gagn-
dæmum, því að í hinum gríðarlega þölbreytileika listaverka er auðvelt að
finna dæmi um listaverk sem skortir þá eiginleika sem tilgreindir eru í
hefðbundnum kenningum. A hinn bóginn getur ekkert listaverk, hversu
óvenjulegt sem það er, komist hjá sambandi sínu við hið menningarlega
samhengi. Vandinn er að finna skilgreinandi tengslaeiginleika listaverka
við menningu sína og lýsa þeim á réttan hátt.
Einn vandi hinna þriggja tilrauna minna til skilgreiningar sem þegar
hefur verið minnst á er hið formlega orðalag sem notað er í framsetningu
skilgreiningaxma; breytingamar á skilgreiningunum í seinni gerðinni
miða að því að komast að heildargreinargerð sem er út í gegn óformleg.
17 Sjá Paul Ziff, „The Task of Deftning a Work of Art“, Philosophical Revieiv 62 (1953),
bls. 58-68; Morris Weitz, „The Role of Theory in Aesthetics“ („Hlutverk kenninga
í fagurfræði"), Joumal of Aesthetics andArt Criticism, 15 (1956), bls. 27-35; og Willi-
am Kennick, „Does Traditional Aesthetics Rest on a Mistake?“, (Mind) 67 (1958),
bls. 317-334.
18 Hugmyndir mínar um þetta atriði eiga rót að rekja til greinar eftír Maurice Mand-
elbaum, „Family Resemblances and Generalizations conceming the Arts“, American
Philosophical Quarterly 2 (1965), bls. 219-228.
169