Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2003, Page 112
ÞORSTEINN ÞORSTF.INSSON
En jafnvel þótt þetta hugboð kunni að eiga við rök að styðjast er þó
sennilega vísað þama í fleiri áttir. I kvæðisdrögtmum má sjá að Sigfúsi
hefur á þessum stað orðið hugsað til merks kenni- og fræðimanns á
miðöldum, heilags Isidomsar erkibiskups frá Sevilla (um 560-636), sem
skrifaði myndarlegt alfræðirit í tuttugu bókum, mikið afreksverk á sínum
tíma. I því er fjallað um bókstaflega allt milh himins og jarðar, og þá að
sjálfsögðu einnig um „flugur og maura“ - í köfltmum De minutis volatili-
bus (Um fleyg smádýr) og De minutis animantibus (Um smáverur) í
tólftu bók.
Lokakafli þriðja hluta (76. til 92. línu). Forspá um hvað bíða muni rit-
höfunda í hinni nýju skipan, þeir muni verða að gera málamiðlanir og
stíga í vænginn við volduga stjómmálamenn. Kaflinn um þá lofðunga
sem „ráða stórum ráðum / og hafa einsett sér / að taka loks duglega í
taumana“, minnir reyndar á ýmsa ‘sterka’ valdsmenn og menningarstjóra
sem settu svip sinn á tuttugustu öldina. Sigfús var tortrygginn í garð
stjómmálamanna og hafði miklar áhyggjur af því að ‘flokkurinn’ væri að
fara að skipta sér um of af innri málefhum Máls og menningar, eins og
fram kemur í kveðjugrein þeirri sem hann skrifaði þegar hann hætti sem
ritstjóri tmm.22 Sem betur fer reyndist Sigfús ekki sannspár í þeim efn-
um.
iv. hluti. Niðurlag kvæðisins. Vinstri stjórnin er að falh komin („ráð-
herra / sem siglir óðfara undan“). Talnasérfræðingur ráðherra er þó
bjartsýnn, „að hagstæðum hofferðum loknum“, og þegar byrjaður að
leggja á ráðin um framtíðina.
VII
í ljósi þess sem hér var lesið út úr þriðja og fjórða hluta kvæðisins er rétt
að líta aftur á annan hluta, og athuga hvort við verðum einhvers vísari.
Ekkjumar. Sigfús umgekkst að vísu margar ekkjur - nefna má Þóru
Vigfúsdóttur, Margréti Jónsdóttur og Asthildi Bjömsdóttur, ekkjur
þeirra Kristins E. Andréssonar, Þórbergs Þórðarsonar og Steins Steinars,
og síðar Málfríði Einarsdóttur - en ekki verður séð að átt sé tdð neina
þeirra, og eins og sagt var að framan þarf orðið ekki að vísa til ekkna ein-
göngu. Um hinar ‘alprúðu ekkjur’ segir annars að þær
22 Sigfús Daðason: „Eftirmáli og kveðjuorð" (Sigfús Daðason 2000, bls. 322-26).
no