Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2003, Blaðsíða 115
EFEMERIÐES EÐA MYNDSALIR
gagnrýnandinn Roland Barthes talaði eitt sinn um: Að varast bæri að líta
á texta einungis sem ‘fyrrihluta’ eða ‘fordyri’ merkingarinnar.24 Sem í
okkar dæmi má líka orða svo að textinn hafi eigingildi.
Sú áhætta er jafiian fólgin í því að lesa verk allegórískt að það þrengi
um of skilning manns á verkinu. Og við munum sjá, eins og að framan
sagði, að allegórískur lestur dugir ekki á kvæðið „Myndsálir“ allt, til
dæmis varla á lokakafla þriðja hluta (76. til 92. Knu). Því þar virðist ekki
bara verið að fjalla um eitt íslenskt dæmi heldur um atriði sem eru al-
mennari en svo að einn einstakur lykill gangi að þeim. Þar er frekar á
ferðinni almenn hugleiðing um samskipti rithöfunda og stjórnmála-
manna, og pólitískar íhlutanir í menningarstarf, sem svo mjög einkenndu
tuttugustu öldina víða um lönd.
En þrátt fyrir þessa fyrirvara, og þó sitthvað kunni að vera til í því sem
haldið hefur verið fram, að saga allegóríunnar heyri einna helst undir
skrímslafræði, svo mjög hafi hún tíðum leitt menn afvega í túlkun,25 þá
er ég ekki í neinum vafa um vísunina til Máls og menningar og átakanna
þar; hún virðist mér augljós þótt einstök atriði hljóti alltaf að verða þoku
hulin. Analógíu nefndu Grikkir þær afstæður hlutanna þar sem A er
gagnvart B eins og C er gagnvart D. Og ekld fer hjá því að sá sem les
„Myndsálir“ með hhðsjón af Gleðileikmim guðdómlega sjái hliðstæðu með
Bonifasíusi páfa V I I I . og Dante aimarsvegar og þeim Magnúsi Kjartans-
syni og Sigfúsi hinsvegar (sbr. það sem segir um útlegð Dantes hér að
framan). Hvort „Myndsálna“-skáldið hafði þessi Kldndi í huga verður
seint vitað með fidlri vissu, þó rök kvæðisins hnígi að mínum dómi ein-
dregið í þá átt.26 Aberandi munur er þó á höfundarafstöðu skáldanna:
24 „... le signifiant ne doit pas étre imaginé comme ‘la premiére partie du sens’, son
vestibule matériel". Roland Barthes í „De l’oeuvre au texte“ (1971), Le bnássement de
la langne, Éditions du Seuil (coll. Points) 1984, bls. 74. Islensk þýðing á greininni,
„Frá verki til texta“, er í bókinni Spor t bókmenntafrœbi 20. aldar, ritstj. Garðar Bald-
vinsson, Kristín Birgisdóttir og Kristln Viðarsdóttir, Bókmenntafræðistofnun Há-
skóla íslands 1991, bls. 181-190.
25 „L’histoire de l’allégorie est une tératologie.“ Antoine Compagnon: Chat en poche ■
Montaigne et l’allégorie, Éditions du Seuil 1993, bls. 9.
26 Fleiri ‘grunsamlega’ staði mætti nefna, t.d. Infemo XXVII, 85-105. Þar leggur Dan-
te þau orð í munn manni sem hefur orðið fýrir barðinu á páfa að Bonifasíus sé ‘höfð-
ingi hinna nýju farísea’ (Lo principe de’ nuovi Farisei) og sé einkum uppsigað við
trúbræður sína (ciascun suo nimico era Cristiano), sbr. „landsfeður í kreppu /
ótryggir bandamönnum“. Um sjálfan sig segir páfi: „Ég hef vald til að loka og ljúka
upp Himnaríki“ (Lo ciel poss’io serrare e diserrare).
n3