Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2003, Blaðsíða 170
GEORGE DICKIE
nokkrum aðilum og er nákvæmlega sama rangtúlknnin og birnst síðar
hjá Wollheim og Danto.16
Takið einnig efdr því að í seinni gerðinni er einnig sleppt hugmynd-
inni um hæfi til skoðunar. Hæfi til skoðunar var upphaflega tekið með til
þess að greina milli þeirra þátta hstaverks sem beina ætti skoðun og/eða
gagnrýni að, tdl dæmis myndinni og myndbyggingunni sem sjá má á yf-
irborði málverks, og þeirra þátta listaverksins sem skoðun og/eða
gagnrýni ætti ekki að beinast að, eins og til dæmis htnum á bakhhð mál-
verksins. Þessi greinarmunur er enn mikilvægur, en ég ákvað að ekki
þyrfti að kljást við hann innan stofnunarkenningar um hst.
Hér vil ég taka mið af rökfærslu sem Danto hefur uppgömð og beitt
og ég hef tekið upp. Danto hugsar sér sjónrænt óaðgreinanlegar raennd-
ir hluta: Brunnur og hlandskál sem lítur alveg eins út, Pólski riddarinn
(The Polish Rider) og málningu á striga sem svo vill til að lítur alveg eins
út, Brillo-kassi (Brillo Box) eftir Warhol og raunveralegan Briho-kassa
sem fitur alveg eins út. Danto tekur efdr því að fyrri hluturinn í hverri
tvennd er hstaverk en seinni hluturinn ekki. Hann dregur þá ályktun að
til sé samhengi sem augað fær ekki greint sem skýri hvers vegna fyrri
hluturinn sé listaverk og seinni hluturinn ekki. Það er að segja, fýrri hlut-
urinn er settur í samhengi sem seinni hluturinn er ekki í. Danto gerir
síðan grein fýrir því hvert þetta samhengi er. Eg feUst á rökfærslu
Dantos, en ég geri aðra grein fýrir því hvert samhengið er, sem sé stofii-
unarkenninguna sem felst í skilgreiningunum sem ég hef gefið. Rök-
færslan um sjónrænt óaðgreinanlega hluti á vitaskuld, að breyttu bre}U-
anda, við um listaverk utan sviðs sjónhsta.
Tvær útgáfur af stofnunarkenningunni
í öllum framsetningum kenningarinnar hef ég reynt að setja frarn það
sem ég kallaði fýrst „lýsandi merkingu“ og síðar „flokkunarmerkingu“
orðsins „listaverk“. Það er að segja, ég hef ávallt reynt að skilgreina lista-
verk í gildis-hlutlausri merkingu. Eg tel þetta nauðsynlegt vegna þess að
við tölum stundum um slæma list eða list sem hefur ekkert gildi. Ef lista-
verk era skilgreind þannig að þau hafi óhjákvæmilega eitthvert gildi yrði
erfitt eða ómögulegt að tala um slæma eða marklausa list. Þannig held ég
að grundvallarkenning tun list snúist um list í gildishlutlausri merkingu.
16 Sama rit, bls. 9-10.
168