Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2003, Blaðsíða 188
MORRIS WEITZ
einstaklingseðli hlutanna; og þar sem hún er fyrir neðan stig hugtaka-
myndunar og athafnar, er hún án vísindalegs eða siðferðilegs inntaks.
Croce dregur út sem skilgreinandi eðli listarinnar þetta frumstig andlegs
h'fs og heldur því fram að samjöfhun þess við hst sé heimspekilega sönn
kenning eða skilgreining.
Líjhyggjan svarar öllu þessu þannig að listin sé í raun og veru flokkur líf-
rænna heilda sem samanstendur af aðgreinanlegum, en þó óaðskiljanleg-
um, þáttum í virkum orsakavenslum sem eru settar fram í ehihverjum
skynjanlegum miðli. I útgáfu A.C. Bradleys af þessari kenningu á sviði
bókmenntagagnrýni, eða í minni eigin almennu framsetningu í bók minni,
Heimspeki listanna (Philosophy ofthe Arts), er því haldið ffam að hvaðeina
sem er listaverk sé í eðh sínu einstök samstæða innbyrðis tengdra hluta - í
málverki, t.d., línur, litir, rými, viðfangsefhi, o.s.frv. sem öll virka hvei*t á
annað á einhvers konar máluðu yfirborði. A ákveðnu tímabih a.m.k. virtist
mér þessi h'fhyggja vera hin eina sanna eðlisskilgreining listarinnar.
Síðasta dæmið sem ég ætla að taka er áhugaverðast út frá röksamband-
inu. Þetta er viljakenning Parkers. I skrifum sínum um list dregur Parker
ítrekað í efa hina hefðbundnu einföldu skilgreiningu fagurfræðinnar.
„Forsendan fyrir öllum listheimspeki-kenningum er að til sé eitthvert
sameiginlegt eðli sem sé til staðar í öllum listgreinum.“2 „Allar hinar vin-
sælu stuttu skilgreiningar á list- „merkingarbært form“, „tjáning", „inn-
sæi“, „hlutgerð ánægja“ - eru ósannar, ýmist af þeirri ástæðu að enda þótt
þær séu sannar um listina, þá eru þær einnig sannar um margt annað sem
er ekki list og ná því ekki að greina list ffá öðrum hlutum; eða vegna þess
að þeim sést yhr eitthvert lykilatriði í listinni."3 En í stað þess að beina
spjótum sínum að sjálfri tilrauninni til að skilgreina list, heldur Parker
því fram að þörf sé á samþættri skilgreiningu fremur en einfaldri. „Skil-
greining listarinnar verður því að byggjast á samsafni einkenna. Mistök
allra hinna vel þekktu skilgreininga felast í því að hafa ekki áttað sig á
þessu.“4 Útgáfa hans sjálfs á viljakenningunni er sú skoðun að listin sé í
eðli sínu þrennt: Holdgerving óska og langana sent er fullnægt á ímynd-
aðan hátt, tungumál, sem einkennir hinn opinbera listmiðil, og samræmi,
sem tengir tungumálið við mismunandi lög ímyndana. I auguin Parkers
2 D. Parker, „The Nature of Art“, endurpr. í E. Vivas og M. Krieger (ritstj.), The Probl-
ems ofAesthetics, New York, 1953, bls. 90.
3 Sama rit, bls. 93-94.
4 Sama rit, bls. 94.
186