Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2003, Blaðsíða 185
Morris Weitz
Hlutverk kenninga í fagurfræði
Kenningar hafa löngum verið þungamiðja fagurffæðinnar og eru enn til
umfjöllunar í listheimspeki. Margir eru á þeirri skoðun að meginverkefni
hinnar síðamehidu sé í því fólgið að ákvarða eðli listarinnar þannig að
hana megi skilgreina. Skilgreininguna á að setja fram í mynd íullyrðinga
um nauðsynlega og nægilega eiginleika þess sem ætlunin er að skilgreina,
og fullyrðingin á að fela í sér sanna eða ósanna skoðun á eðli listarinnar,
því sem sérkennir hana og greinir hana frá öllu öðra. Allar mikilvægari
fræðikenningar um hst - formhyggja, viljahyggja, tilfinningahyggja, vits-
munahyggja, innsæishyggja, lífhyggja - eiga það sameiginlegt að þær
gera tilraun til að ná utan um þá eiginleika listarinnar sem skilgreina
hana. Hver þeirra um sig heldur því firam að hún sé sönn, vegna þess að
hún hafi komið orðum að réttri skilgreiningu á eðh listarinnar; og að
hinar séu ósannar af því að þær hafi hlaupið yfir einhvern nauðsynlegan
eða nægilegan eiginleika. Margir kenningasmiðir halda því firam að iðja
þeirra sé ekki bara hugarleikfimi, heldur bráðnauðsynleg fyrir skilning
okkar á list og rétt mat á henni. Ef við vitum ekki hvað list er, segja þeir,
hverjir séu nauðsynlegir og nægilegir eiginleikar hennar, þá getum við
ekki brugðist rétt við henni eða sagt hvers vegna eitt verk er gott eða
betra en annað. Fagurfræðikenning er því ekki aðeins mikilvæg í sjálfri
sér, heldur er hún undirstaða bæði listmats og listgagnrýni. Heimspek-
ingar, gagnrýnendur og jafnvel listamenn, sem hafa skrifað um list, hafa
verið sammála um að kenning um eðli listarinnar sé frumatriði allrar fag-
urfræði.
Er fagurfræðikenning, í merkingunni sönn skilgreining eða mengi
nauðsynlegra og nægilegra eiginleika listarinnar, möguleg? Þó ekki væri
183