Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2003, Blaðsíða 117
EFEMERIÐES EÐA MYNDSALIR
Það er áreiðanlega hollt að hafa þessi orð Eliots í huga við bókmennta-
könnun, þótt í þeim gæti að vísu öllu meir en mér finnst sjálfum heppi-
legt viðhorfa sem venjulega eru kennd við nýrýni.29 Reyndar lít ég svo á
að kvæðið „Myndsálir“ sé nokkur prófsteinn á fagurfræðilega hugmynd
sem mjög hefur sett svip sinn á nútímaljóð og gagnrýni nútímaskáldskap-
ar, og var til dæmis í forgrunni í nýrýninni. Þetta er hugmyndin um að
ljóðið sé heterokosmos - ‘önnur veröld’, lítt háð ytri veruleika - og þannig
beri að lesa ljóð: Sem sjálfstæða verund er eigi sér sitt eigið Kf, óháð höf-
undi og ytri aðstæðum, þó hún geti til að mynda tengst öðrum Ijóðum.30
Nú væri þarri mér að halda því fram að þessi fagurfræði hafi ekkert gott
af sér leitt. En það er með hana eins og annað: Hún á ekki við alstaðar.
Hún hæfir best þegar verið er að fjalla um lýrísk smáljóð en mun síður,
og retmdar alls ekki, þegar í hlut eiga kvæði sem flytja háð eða skop af
einhverju tagi. Astæðan er einföld: Slík kvæði fjalla nm menn og málefni
á annan hátt en til að mynda elegía eða ljóðræn stemning. Ég tel að vit-
neskja um efnivið, uppruna og tilurð kvæðis geti vissulega aukið skilning
á því, jafnvel verið nauðsynleg til að njóta þess fýllilega, en því fer auð-
vitað fjarri að slíkur fróðleikur einn sér skýri kvæðið sem skáldskap, geri
skáldskapnum sjálfum verðug skil.
Onnur gagnrýni, hhðstæð að mörgu leyti, sem mér hefur orðið hugs-
að til við samningu þessarar greinar er sú sem kennd hefur verið við
‘dauða höfundarins’.31 Ymsar helstu steíhur í gagnrýni sem fram komu á
síðustu öld áttu það reyndar sameiginlegt að talsmenn þeirra vildu halda
höfundi sem mest utan við umfjöllun um skáldskap. Þetta var að mörgu
leyti skiljanlegt og þarft andóf gegn ævisögulegum lestri skáldskapar, sem
the poem more intelligible as poetry. He was engaged on an investigation of process,
an investigation which was, strictly speaMng, beyond the frontier of hterary criti-
cism.“ T.S. Eliot 1957, bls. 108.
29 Astæða er þó til að árétta að Eliot var ekki ‘nýrýnir’.
50 I bók sinni Tbe Mirror cmd the Lamp (Oxford University Press 1953) rekar M.H.
Abrams þennan ljóðsMlning aftur á seinnihluta 18. aldar (sjá bls. 27 og víðar). Þá
mun hann þó hafa verið fatíður, en um miðja 19. öld flutti Edgar Allan Poe fyrir-
lesturinn „The Poetic Principle" sem miMl áhrif hafði, ekM síst á frönsku symból-
istana, en þar setti hann fram kenninguna um hið sjálfumnæga ljóð G,this poem per
rr“), og um að löng ljóð ættu sér engan tilverurétt („I maintain that the phrase, „a
long poem“, is simply a flat contradiction in terms“).
31 Þetta er heiti greinar eftír Roland Barthes frá 1968, en orðin eru oft notuð í víðari
merkingu, án beinnar vdsunar til hennar. Islensk þýðing greinarinnar er í Sporum í
bókmenntafrueði 20. aldar (Garðar Baldvinsson o.fl. Bókmenntaffæðistofnun Háskóla
íslands 1991, bls. 173-180).