Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2003, Blaðsíða 109
EFEMERÍÐES EÐAMYNDSÁLIR
Þetta mætti ef til vill umorða svo að í huga hans séu á reiki minningaslit-
ur, óljósar og trosnaðar myndir, úr sígildum verkum. Til þeirra verka má
að minni hyggju telja Infemo, auk annarra.
VI
Kvæðið ,Vtyndsáhr“ sldptist í fjóra hluta. Þeir urðu til sem hér segir að
því er ráða má af tdltækum drögum kvæðisins sem eru mjög umfangsmik-
il (þó stór eyða sé illu heilli frá miðhluta yrkingartímans): Fyrsti og þórði
hlutá og upphaf annars hluta fyrst og nokkum veginn samhliða, síðan af-
gangurinn af öðrum hluta en þriðji hluti síðast. Tíminn í fyrsta og þórða
hluta er nútíð, í þriðja hluta nútíð og framtíð, en annar hluti gerist í þá-
tíð. Tími dags er morgunn í öllum kvæðishlutum nema öðmm hluta, þá-
tíðarkaflanum, sem er í óskilgreindri hðinni tíð. Límm nú á nokkur at-
riði í hverjum hluta fyrir sig.
i. hluti: Leiðslan hefst. Þessi hluti er ekki ýkja torráðinn og hann
skýrist enn ffekar ef við skoðum efdrfarandi gerð af upphafinu úr
Grænukompu:
Ég vakna fyrir miðjan morgun
og er nærri alveg dauður.
Asthminn er á hafbeit innan í mér
og mér heyrist að einhver ráðherra
sé þegar byrjaður að telja peninga
í útvarpinu í næsta húsi.
Þó ‘ég’ í ljóði sé ekki sama eðhs og í sendibréfi eða dagbók virðist mega
álykta að á þessu frumstigi kvæðisins sé ljóðmælandi Sigfús sjálfur. ‘Hálf-
kvikindið murrandi’, sem síðar varð, er astminn sem farinn var að hrjá
hann um það leyti sem ætla má að sé sögutími kvæðisins, og gerði það
reyndar á yrkingartíma þess einnig. Athyglisvert er líka hið nána sam-
band upphafs- og lokakafla kvæðisins sem síðar urðu.
n. hluti. Einna torræðastur, og ekki einungis við fyrsm sýn. Sá eini í
þátíð. Séður eftirá. Myndimar sem frá segir í fyrsta hluta. - Persónusafu-
ið er forvitnilegt: Hafgúulegar ekkjur,18 kentáralegir merakóngar;19 ljóð-
18 Minna má á ‘vogameyjamar’ sem Sigfus yrkir um um svipað leyti (Og hugleiða steina,
bls. 12) með vísun í kvæði Jónasar HaUgrímssonar „Veit eg útí Vestmanneyjum".
19 „Heimkynni Kentára var í hinu hrikalega Þessalíulandi. Var allt þeirra kyn ósiðlátt
107