Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2003, Blaðsíða 114
ÞORSTEINN ÞORSTEINSSON
Landsfeður í kreppu. Hér má ætla að einkum sé átt við helstu frammá-
menn Alþýðubandalagsins (Magnús Kjartansson, LúðHkJósepsson, Ein-
ar Olgeirsson ...), en flokkurinn átti sæti í vinstri stjórn Olafs Jóhannes-
sonar ásamt Framsókn og Samtökum frjálslyndra og vinstri manna.
Stjórnin leystist upp um sumarið og ný stjórn Geirs Hallgrímssonar, for-
manns Sjálfstæðisflokksins, tókvið 28. ágúst 1974.
Annar hluti „Myndsálna“ er mikil ögrun fýrir ritskýranda sem eygt
hefur sjálfsævisögulegan þráð í kvæðinu og fýsir að fýlgja honum eftir.
Seinniparturinn virðist reyndar tiltölulega ljós - ljóðbiskuparnir og
landsfeðurnir vísa nokkuð greinilega í ákveðnar áttir og jafnvel til rnanna
sem hægt er að nafhgreina - en ekkjurnar og merakóngarnir eru mér að
minnsta kosti mikil ráðgáta enn. Ekki má svo sem útiloka þann mögu-
leika að þau séu að öllu leyti diktaðar persónur, eigi sér engar fyrirmynd-
ir í veruleikanum. Hitt finnst mér þó mun sennilegra - meðal annars
með tilliti til byggingar kvæðisins - að annar hluti þess fjalli allur um
menningarelítuna í kringum Mál og menningu. Meira treysti ég mér
varla til að segja í bili, enda þýðir ekki að ætlast til þess af ljóði að það láti
uppi alla sína leyndardóma. „Ein þeirra geðhrifa sem lestur bókmennta-
verka vekur er forvitni sem ekki verður svalað, því bókmenntir varðveita
leyndarmál sín,“ ritar einn af frægari gagnrýnendum síðustu aldar.23
VIII
Eftir þessa tilraun til að lesa „Myndsálir“ sein lykilkvæði er vert að leggja
á það ríka áherslu að kvæðið gengur engan veginn upp í slíkum lestri.
Það er augljóslega miklu meira en lykilkvæði, og lifir auðugu lífi án þess
að borið sé við að lesa það þannig. Svipaða sögu er reyndar að segja um
öll góð allegórísk verk, þar á meðal Gleðileikinn guðdómlega. Þetta verður
kannski skýrast í öðrum hluta „Myndsálna“ sem ég fulhnði að er ffábær
skáldskapur þó ég treysti mér alls ekki til að segja að ég ‘skilji’ hann, ef
með því er átt við að ég geti skýrt hvert atriði í honum; því fer fjarri.
Reyndar grunar mig að hann muni aldrei verða skýrður svo að einhlítt
sé; það furðulega er að það er eins og það geri ekkert til, \dð njótum hans
án þess. Hér virðist því komið ágætt dæmi urn það sem franski
23 „An unappeased curiosity is one of the emotions generated b)' reading literary
works, but literature keeps its secrets." J. Hillis Miller: On Literature, Routledge
2002, bls. 40.
I 12