Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2003, Blaðsíða 111
EFEMERÍÐES EÐA MYNDSÁLIR
Aðskotakvikindið og griman. Að framan dró ég þá ályktun af drögum
,A'lyndsálna“ að upphafsorð kvæðisins (í fyrstu ýmist „Hann“ eða „Eg“,
síðar alltaf ,,Hann“) vísaði þar til Sigfúsar sjálfs: Sníkjudýrið sem er á haf-
beit innan í honum væri astminn sem hrjáði hann lengi. Hér skýtur upp
öðru ‘murrandi kvikindi’, af öðru tagi eða myndbreyttu, sem tengist
astmanum í krafd þeirrar röktnsi sem gildir í óráðinu. Ekki virðist fráleit
tdlgáta að hér séu á ferðinni þeir Þröstur Olafsson og Þorleifur Einarsson
sem störfuðu fyrst í ‘rannsóknamefhdinni’ sem Sigfús kallar svo í dagbók
frá 1974, en urðu síðan helstu forystumenn Máls og menningar um
haustið. Það er þó óljóst og skiptir litlu máli, en á eftir fer, ef rétt er les-
ið, lýsing á ágreiningi um útgáfustefnu Máls og menningar við þessi
kynjadýr tvö sem virðast óvön því að umgangast bækur („að spreyta sig
að kveða að óalgengum orðum“).
Vitringar sem efnnðu í skipuleg stórrit. Bútinn frá 58. til 75. línu má ef
til vill skilja s\ro að nýju stjómendumir muni lítinn áhuga hafa á ýmsum
merkisritum sem ekki fjalla um dægurmál, eða era ekki snöggsoðin og
auðmelt. Það er tilgáta mín að Sigfús hafi þarna einkum í huga Þórberg
Þórðarson og heildarsafii bemskuminninga hans I Suðursveit. Þær komu
út í einni bók í umsjá Sigfúsar árið 1975, og mikið má vera ef ekki hafa
orðið einhver átök um hana í Máh og menningu, svo þungur sem rekst-
ur félagsins var um þær mundir, því varla hefur bókin þótt gróðavænleg
miðað við það hvað frumútgáfur minninganna höfðu hlotið slæmar við-
tökur. Þetta er þó tilgáta en ekki byggt á heimildum.21
Umsögnin „með persónulegu yfirbragði / og persónulausum skoðun-
um“ \drðist geta átt við um þessa bók Þórbergs, og reyndar einnig um
fyrri bækur hans sem Sigfús hafði búið tdl útgáfu. Er þá þess að gæta að
Þórbergur aðhylltist ýmsar ‘yfirpersónulegar’ skoðanir: Alþjóðahyggju
(og alþjóðamálstefhu), sósíalisma, guðspeki, draugatrú, en yfirbragð rita
hans var hinsvegar í hæsta máta persónulegt.
kvæmdastjóra, sennilega til að friða bankastjórana.“ - Að störfum Sigfusar hjá Máli
og menningu og lyktum þeirra vík ég í inngangi að greinasafhi hans Ritgerðum og
pistlum (Forlagið 2000, bls. 15-18).
21 Nokkum stuðning fær tilgátan af stuttri athugasemd, „Um bækur Þórbergs Þórðar-
sonar í útgáfu Máls og menningar“, sem Sigfús skrifaði í síðasta heftið sem hann
ritstýrði af Tímaritinu (tmm 4/1976, bls. 404), en Sigfus hafði séð tun endnrútgáfu
bóka Þórbergs hjá forlaginu. Honum er greinilega í mun að sýna fram á að þessar
bækur hafi spjarað sig vel þótt ekki hafi allir forráðamenn Máls og menningar allt-
af haft mikla trú á útgáfunni.
109