Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2003, Blaðsíða 153
LISTHEIMURENN
mitt vegna þess að hartn er ekki blekking, verður hann ekki heldur sjálf-
krafa að raunverulegum seðh. Nær væri að segja að hann sé staðsettur á
nýopnuðu svæði milh raunverulegra hluta og raunverulegra efdrgerða
raunverulegra hluta: harm er ekki-efdrgerð, ef finna á eitthvert orð yfir
hann, og nýtt framlag til heimsins. Þannig reynast Kartöfluœtur Van
Goghs, vegna þess að þær eru óneitanlega afinyndaðar með vissum hætti,
vera ekki-eftirgerðir raunverulegra kartöfluætna; og að því leyti sem
þetta eru ekki eftirgerðir kartöfluætna, átti mynd Van Goghs, sem ekki-
eftirhking, jafn mikinn rétt á því að vera kölluð raunverulegur hlutur eins
og meintar fyrirmyndir herrnar. Með þessari raunveruleikakenningu
(RK) komu hstaverkin aftur inn í samfélag hlutanna þaðan sem kenning
Sókratesar (EK) hafði reynt að gera þau útlæg: Þótt þau væru ekki rann-
vendegri en það sem smiðir bjuggu til, þá voru þau a.m.k. ekki síðnr raun-
veruleg. Post-impressjónistamir rnrnu sigur í verufræði.
Það er út frá RK sem við þurfum að skilja listaverkin í kringum okkur
í dag. Roy Lichtenstein málar t.d. myndasöguramma, en að vísu tíu eða
tólf feta háa. Þeir eru tiltölulega nákvæmar varpanir á risastórum skala af
hinum heimifislegu myndrömmum úr dagblöðunum, en það er eimitt
skalinn sem skiptir máli. Handlaginn grafíkhstamaður gæti rist Mærina
og Rollin kanslara á títuprjónshaus, og gott auga mundi þekkja myndina,
en ef mynd eftir Bamett Newmann væri rist í sama skala yrði hún að hta-
klessu og verkið yrði að engu við smækkunina. Ljósmynd af verki eftir
Lichtenstein er óaðgreinanleg frá ljósmynd af samsvarandi myndramma
hjá Steve Canyon-, en ljósmyndin nær ekki skalanum og er þess vegna jafh.
ónákvæm eftirmynd og svart-hvít rista af málverki eftir Botticelh, því að
skalinn er jafn mikilvægur hjá Lichtenstein og liturinn hjá Botticelli.
Verk Lichtensteins em því ekki eftirfíkingar heldur nýjar venir, eins og
risavaxnir beitukóngar mundu vera. Jasper Johns, hins vegar, málar hluti
þar sem spumingin um skala skiptir ekki máli. Samt geta hlutirnir hans
ekki verið eftirlíkmgar, því að þeir hafa þann eftirtektarverða eiginleika
að sérhver tilraun til að líkja eftir íbúa í mengi þessara hluta verður sjálf-
krafa að íbúa í þessu mengi, svo að það er röklega ómögulegt að líkja eft-
ir þeim. Kópía af tölustaf er einfaldlega tölustafurinn sjálfur: Málverk af
tölunni 3 er talan 3 máluð með málningu. Auk þess málar Johns skot-
mörk, fána og kort. Og að síðustu, og ég vona að það séu ekki óvart
neðanmálsgreinar við Platon, hafa tveir frumkvöðlar - Robert
Rauschenberg og Claes Oldenburg - búið til ósvikin rúm.