Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2003, Blaðsíða 138
MAGNUS FJALLDAL
einkennilegri, þar sem Erlingur íjallar í skýringum sínum um ýmis
smærri atriði, svo sem þýðingar á einstökum orðum.
Ur því að þýðandi hefur varpað af sér þeim fjötrum sem bragarhættir
Chaucers hefðu annars sett honum má gera til hans þá kröfu að textinn
sé þýddur af nákvæmni. Þess má hins vegar víða sjá merki að svo er ekki.
Heiti einstakra sagna í „Efnisyfirliti“ (sem að ósekju hefði mátt vera
fremst en ekki aftast í bókinni) eru til dæmis nokkuð handahóískennd.
Þannig virðast sögumar mun fleiri en þær era í raun og veru. Orstutt
innskot í einstakar sögur, svo sem „Deila milli [Betiijmunks og Stefhu-
votts“10 í „Formála Konunnar frá Bath“, „Eftirmáli Chaucers Hð Sögu
Skólamannsins“, „Hvað Bóndi sagði við Skjaldsveininn og Gestgjafi \dð
Bóndann í Sögu Skjaldsveinsins“, „Hvað Gestgjafi sagði tdð Doktor í
læknisfræði og Aflátssalann í Inngangi að Sögu Aflátssala“ o.s.fnt eru
þannig kynnt eins og um sérstakar sögur væri að ræða. I útgáfum af Kant-
arborgarsögunum hefúr fýrir löngu myndast sú hefð að inngangur (þar
sem honum er til að dreifa) og sagan sjálf eru k\nnt saman sem ein heild,
t.d. „The Miller’s Prologue and Tale“, en þeirri eðlilegu efiússldpan er
hér ekki fylgt. Söguheitin eru líka undarleg á köflum. Eilífðarstúdentinn
ffá Oxford segir t.a.m. „Sögu Skólamannsins“ sem ég á bágt með að
skilja sem þýðingu á „clerk“ á miðensku. „The Nun’s Priest Tale“ verð-
ur að því þunglamalega heiti „Sögu Prests Nunnunnar“, sem skárra hefði
verið að kenna við Nunnuprestirm, „The Second Nun’s Tale“ (Saga
hinnar nunmmnar, sem í „Formálanum“ er sögð vera í fylgd með príor-
innunni) verður að „Sögu Yfirnunnunnar", en hvað „yfirnunna“ á yfir-
leitt að merkja og hvernig þessi þýðing er til komin hef ég ekki hugmynd
um. Eitt skrautlegasta heitið er þó „Saga Junkarakanúkans“ - „The Ca-
non Yeoman’s Tale“. „Yeoman“ (upphaflega ,,youngman“) er hér í merk-
ingunni „aðstoðarmaður eða hjálparkokkur“, og Erlingur (bls. 381)
bendir réttilega á að firma megi orðsifjaffæðilegan skyldleika með þessu
orði og tökuorðinu „junkari“. En þar sem í sögunni er hvorki um yngis-
svein né prússneskan aðalsmann að ræða, er hætt við einhverjir verði til
að misskilja þennan titil.
Það kemur einnig í Ijós þegar efnisyfirlitið er skoðað að þær tvær sög-
ur sem Chaucer segir í óbundnu máli hafa ekki hlotið náð fyrir augum
þýðanda. Þannig er „Sögunni um Melibeus“ (sem pílagrímurinn Chauc-
10 Erlingur þýðir hér „frere“ ranglega sem „Munkur“ og ruglar þar með ólíkum sögu-
persónum saman.
136