Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2003, Blaðsíða 37
PRÚTT EÐA RÖK OG RÉTTLÆTI
borgaramir ráði því hvaða mál séu tekin fyrir, og (5) hverjir hafi rétt til
þátttöku.
Vfkjum nánar að hðum (1) og (3). Samkvæmt hugmyndum Dahls felst
virk þátttaka í þremur atriðum:
í gegnum allt ferh bindandi ákvarðanatöku verða borgaramir
að hafa fullnægjandi tækifæri, og jöfn tækifæri, til að láta í ljósi
hvaða lokaniðurstöðu þeir kjósi helst. Þeir verða að hafa full-
nægjandi og jöfit tækifæri til að leggja fram spurningar í um-
ræðuna og til að láta í ljósi ástæður þess að þeir kjósa eina nið-
urstöðu frekar en aðra.
Sá upplýsti skilningur, sem lrður (3) tekur til, felst í því að skilja hvaða
niðurstaða þjóni best hagsmunum manns.
Sérhver borgari verður að hafa fullnægjandi og jöfn tækifæri á
við aðra til að uppgötva og ganga úr skugga um [...] hvaða val-
kostur þjóni best hagsmunum hans.8
Þegar htið er á liðina fimm að ofan, þann skilning sem Dahl leggur í liði
(1) og (3) og þær forsendur sem hggja þeim til grundvallar, má greina al-
menna hugmynd um lýðræði sem ætti ekki að vera framandi. Lýðræðis-
legt ferfi (i) miðast við kosningar, (ii) þátttaka í slíku ferli er fyrst og
fremst hagsmunagæsla, (iii) brýnir en andstæðir hagsmunir valda því að
ferhð snýst upp í baráttu og togstreitu hagsmunahópa, og (iv) sú umræða
sem fram fer lýtur almennum lögmálum auglýsinga á frjálsum markaði
og verður því oft í slagorða- eða áróðursstíl.
I raun má segja að sú hugmynd um lýðræði sem Dahl dregur upp sé af
lýðræði sem samkeppni hagsmuna á frjálsum markaði. Takmark einstak-
linganna er að vinna eigin hagsmunum brautargengi - að „selja“ sína
hagsmuni - og góður árangur í kosningum, og þar með fjöldi þing-
manna, er eftirsóknarverður vegna þess að hann felur í sér ráðandi stöðu
á markaði. Alþingi verður öðrum þræði markaðstorg hagsmuna, flokkar
verða vörslumenn hagsmuna og þingmannafjöldi tiltekirma flokka segir
til um áhrif ólíkra hagsmuna á bindandi ákvarðanir löggjafans. Lýðræð-
islegar ákvarðanir taka á sig mynd prútts, eða hrossakaupa eins og stund-
um er sagt, þar sem reynt er að gera verðgildi eigin hagsmuna sem mest
Democracy and its Critics, bls. 109.
8 Democracy and its Critics, bls. 112.
35