Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2003, Blaðsíða 195
HLUTVERK KENNINGA í FAGURFRÆÐI
sem til staðar er smíðisgripur, sem mannleg færni, hugkvæmni og
ímyndun hefur búið til, og gefið efnislegt form í skynjanlegum, opinber-
um miðli - steini, viði, hljóðum, orðum o.s.frv. - ákveðnir greinanlegir
þættir og vensl. Einhverjir fræðimenn mundu bæta við skilyrðum eins og
uppfyllingu óska, hlutgervingu eða tjáningu tilfinninga, einhvers konar
innlifun, fullnægju, o.s.frv.; en þessi síðari skilyrði virðast vera tilfallandi,
til staðar hjá sumum en ekki öðrum áhorfendum þegar hlutum er lýst
sem listaverkum. „X er listaverk og irmiheldur enga tilfinningu, tjáningu,
innlifun, fullnægju o.s.frv. er fyllilega marktækt og getur oft verið satt. „X
er listaverk ... sem enginn bjó til“ eða „er bara til í huganum en ekki í
neinum opinberlega aðgengilegum hlut“ eða „varð til fyrir tilviljun þeg-
ar hann hellti málningu á strigann“, þar sem venjulegum skilyrðum er í
hverju tilviki hafnað, geta einnig verið marktæk og sönn í vissum aðstæð-
um. Ekkert kennimarkanna er skilgreinandi, hvorki nauðsynlegt né
nægilegt, sökum þess að við getum stundum fullyrt um eitthvað að það
sé listaverk og samt neitað hverju sem er af þessum skilyrðum, jafnvel því
sem hefur alla jafna verið skoðað sem grundvallaratriðið, sem sé, að vera
búið til af manna höndum. Tökum.sem dæmi: „Þessi rekaviðarbútur er
frábær skúlptúr“. Að segja um eitthvað að það sé listaverk er að fallast á
að einhver þessara skilyrða séu til staðar. Maður mundi varla lýsa X sem
listaverki ef X væri hvorki búið til af manna höndum, né samanstæði af
þáttum sem væru settir fram í skynjanlegum miðli, né afurð mannlegrar
hugkvæmni o.s.frv. Ef ekkert þessara skilyrða væri til staðar, ef ekki væru
nein kennimörk til staðar til að sjá eitthvað sem listaverk, mundum við
ekki lýsa því sem listaverki. En jafnvel þótt svo væri, er ekkert þeirra eða
ekkert samsafn þeirra annað hvort nauðsynlegt eða nægilegt.
Það er vandalítið að skýra hina lýsandi notkun listhugtaksins. Erfiðara
er að skýra það þegar það er notað sem matshugtak. I augum margra,
einkum fræðimanna, gerir setningin „Þetta er listaverk“ meira en að lýsa
hlut; það lýkur einnig lofsorði á hann. Skilyrðin fyrir því að segja setn-
inguna fela því í sér einhverja æskilega eiginleika eða einkenni listaverka.
Eg mun kalla þá „gæðamörk“. Lítum á algengt dæmi um þessa matsnotk-
un, þá skoðun sem telur að þegar eitthvað er sagt vera listaverk eigi það
að fela í sér velheppnaða samræmingu efhisþáttanna. Margar vildarskil-
greiningar á list og undirhugtökum hennar eru af þessu tagi. Það sem hér
er á ferðinni er að „list“ er hugsað sem matshugtak og er þá annað hvort
sett samasemmerki milli listar og þessa mælikvarða eða hún er réttlætt
193