Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2003, Blaðsíða 197
HLUTVERK KENNINGA í FAGURFRÆÐI
byggðar inn í skilgreiningarnar. I sérhverri hinna merku kenninga um
Hst, hvort heldur þær eru réttilega teknar sem vildarskilgreiningar eða
ranglega taldar vera eðhsskilgreiningar, þá skipta ástæðurnar höfuðmáh;
þær sem tilgreindar eru í rökunum fyrir kenningunni, þ.e. ástæðurnar
sem geínar eru fyrir hinum völdu eða æskilegu mælikvörðum á gæði eða
gildi. Það er hin stöðuga umræða um þessar forsendur gildismatsins sem
gerir sögu fagurffæðikenninga að því mikilvæga rannsóknarefhi sem hún
er. Gildi sérhverrar kenningar felst í tilrauninni tdl að halda frarn og rétt-
læta ákveðna mælikvarða sem eru ýmist vanræktir eða afbakaðir af fyrri
kenningum. Lítum á Bell-Fry kenninguna aftur. Vitaskuld er ekki hægt
að fallast á „List er merkingarbært form“ sem sanna eðhsskilgreiningu
hstar; og að öllum líkindum gegnir hún því hlutverki í fagurfræði þeirra
að endurskilgreina list út frá hinum völdu skilyrðum merkingarbærs
forms. En það sem gerir hana fagurfræðilega mikilvæga er það sem býr
að baki formúlunni: A tímum þar sem bókmenntalegir og hlutbundnir
þættir hafa orðið ráðandi í málverkinu, þá skulum við snúa aftur til hinna
formrænu þátta vegna þess að þeir eru málverkinu eðlislægir. Þannig er
hlutverk kenningarinnar ekki að skilgreina neitt heldur að nota skilgrein-
ingarformið, næstum eins og málshátt, til þess að negla niður mikilvæga
ábendingu þess efhis að beina athygli okkar enn á ný að hinum formrænu
þáttum í málverkinu.
Þegar við höfum, sem heimspekingar, skilið þennan greinarmun á for-
múlunni og því sem býr að baki henni, þá sæmir okkur að þalla mildilega
um hefðbundnar listkenningar; sökum þess að í hverri þeirra er innifalin
umræða um og rök fyrir því að leggja áherslu á eða gera að aðalatriði eitt-
hvert tiltekið einkermi listarinnar sem hefur verið vanrækt eða bjagað. Ef
við tökum fagurfræðikenningarnar bókstaflega, missa þær allar marks,
eins og við höfum séð; en ef við endurtúlkum þær út frá hlutverki þeirra
og tilgangi, sem marktækar og rökstuddar ábendingar um að einbeita
okkur að tilteknum mælikvörðum á gæði í hstum, þá sjáum við að kenn-
ingar í fagurfræði eru langt frá því að vera einskis virði. Þær fara raunar
að skipta jafh miklu máli og hvað annað í fagurfræði, í skilningi okkar á
listum, því að þær segja okkur að hverju við eigum að leita og hvernig við
eigum að skoða það í listum. Það sem mikilvægast er og verður að setja
fram í öflum kenningunum er umræða þeirra um ástæðumar fýrir gæð-
um í listurn - rökræður um tilfmningadýpt, djúptæk sannindi, náttúm-
fegurð, nákvæmni, ferskleika o.s.ffv. sem mælikvarða á gildismat - sem
^95