Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2003, Blaðsíða 57
FRANCISCO FRANCO OG MOTUN SPÆNSKS ÞJOÐARANDA
árin 1940-1960. Margar greinar voru skrifaðar um herkænsku og her-
mennsku el Cid af mönnum úr röðum hersins en hlýðni hans gagnvart
yfirboðurum var enn áhugaverðari.17 Liðsforinginn Miguel Alonso
Báquer skrifaði merka grein um el Cid og ímynd hans meðal hermanna
og lagði sérstaklega upp úr þeim mannkostum hetjunnar að vera hinn
fullkomni hermaður sem hlýðir gagnrýni- og möglunarlaust fyrirmælum
yfirboðara sinna enda er hlýðni æðsta dygð hermannsins.18 Þannig er
ímynd el Cid ekki einungis samsömuð Franco og því sem þeir eiga sam-
eiginlegt, heldur getur hinn almenni borgari einnig speglað sig í dygð-
um hans með því að vera hlýðinn, sama hvað á gengur. Það sama á við
um almenna hermenn þótt þeir séu ekki yfirmenn því el Cid var hvoru-
tveggja í senn, hetjan sem stýrði flokki gegn márum og undirmaður kon-
ungs. Þetta er margslungin samsömun, tvíræð og mótsagnakennd en sér-
lega hentug fýrir áróðursmaskínu Francos. Vissulega horfðu menn
Francos ffamhjá óréttilegri útlegð el Cid sem passaði svo vel við þau
hundruð þúsunda Spánverja sem urðu að yfirgefa Spán eftir borgara-
styrjöldina. Með því að eigna sér hetjuna Cid og túlkun á verkum henn-
ar öðluðust menn Francos yfirráð yfir sögu landsins, menningararftnum
og sjálfsmynd þjóðarinnar. Dýrðarljóma spænskrar sögu gátu svo herfor-
ingjar og almennir borgarar viðhaldið með því að haga sér eins og el Cid
Campeador í stað þess að endurtaka hörmungar borgarastyrjaldarinnar.
Erm magnaðri dýrkun á fígúru el Cid má sjá í bók hershöfðingjans
José María Gárate Córdoba, Las hnellas del Cid, sem kom fýrst út árið
1955 og aftur 1972. Gárate var kennari við herakademíuna í Zaragoza.
*' Ég nefini einungis efrirfarandi greinar: José Muiioz Guriérrez, „Ruy Días el Cid“.
Ejército, Noviembre 1940. Liðsforinginn, Sebastián Sempere, flytur þann 9. maí
1944 fyrirlesturinn „Las campanas del Cid“, sem var gefinn út árið 1947 af Seruicio
Histórico. La Revista de la Oficialidad de Complemento gefur út í mars 1946 grein efrir
Teniente Auditor D. Manuel Alonso Alcalde sem nefiúst „E1 arte de guerrear en el
Poema del Cid“. Tímaritið Ejército gefur út í janúar 1948 greinina „Notas sobre la
bibliografi'a del Cid“ eftir Capitán Antonio Bardají López. Albert Femández gefur
út í desember sama ár grein undir heitinu „La leyenda de la hija no es verdad“.
Greinin „Perfil mihtar del Cid“ birtist árið 1955 í Boletín de la Institnríán Femán
González og var skrifúð af Teniente General Alcubilla, Capitán general í Burgos.
Næsta ár birtist í aprílheftí Ejérríto grein efrir Capitán Gascón, „E1 Cid en la batalla
de Gebralcobre“. Loks birrist í tímaritinu Apéndice „E1 Cantar de Mío Cid“efrir
Bienvenido Moreno Quintana og „E1 arte de mandar y obedecer en el Poema del
Cid“ eftir Angel Ruiz Ayúcar.
18 Alonso Báquer, „La ética del Cid y la pedagogía mihtar contemporánea." Revista de
la Universidad de Madrid. Homenaje a Menéndez Pidal 18 (1969), vol. I, bls. 19-38.
55