Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2003, Blaðsíða 22
JÓHANN SÆMUNDSSON
verið metorðagjam, og Brútus er sæmdarmaður. Hann fluttá
marga fanga heim til Rómar, og lausnargjald þeirra fyllti fjárhirzl-
ur rfldsins. \drtist þetta verk Cæsars bera vitni um metorðagirnd
hans? Þegar fátæklingarnir grém, grét Cæsar líka. Metorðagirnd-
in ætti að vera úr harðara efhi. En Brútus segir, að hann hafi ver-
ið metorðagjarn, og Brúms er sæmdarmaður. Þið sáuð allir, að á
Lúpercatshátíðinni bauð ég honmn konungskórónu þrisvar - og
hann neitaði henni þrisvar. Var þetta metorðagirnd? En þó segir
Brúms, að hann hafi verið metorðagjarn, og vissulega er Brútus
heiðursmaður. Eg tala ekki hér til þess að ósanna orð Brútusar,
heldur er ég hér til þess að tala um það, sem ég veit. Einu sinni
unnuð þið honum allir og ekki að ástæðulausu. Hvaða ástæða
bannar ykkur þá að syrgja hann? O, dómgreind, þú ert flúin til
skynlausra dýranna, og mennirnir hafa misstHtið. Sýnið mér um-
burðarlyndi. Hjarta mitt er í kistunni hjá Cæsari, og ég verð að
bíða unz það kemur til mín aftur.
Það er ekki lengra síðan en í gær, að orð Cæsars hefðu getað
boðið öllum heiminum byrginn; nú hggur hann þarna og engimi
svo fátækur, að sýni honum lotningu.
O, þið góðu menn, ef ég girntist að æsa upp hugi ykkar og
hjörtu til uppreisnar og ofsa, þá mundi ég gera Brútusi rangt til,
Cassíusi rangt til, sem þið allir vitið, að eru heiðursmenn. Ég VI
heldur gera hinum láma rangt, gera sjálfum mér rangt og ykkur
líka en að gera öðrum eins heiðursmönnum rangt til. En hér er
pergamentsskjal með innsigli Cæsars, ég fann það í einkaherbergi
hans; það er erfðaskrá hans. Ef alþýðan aðeins heyrði erfðaskrána
- en þið afsakið, að ég ætla ekki að lesa hana - þá mundi hún fara
og kyssa sár Cæsars látins, dýfa klúmm sínum í hið heilaga blóð
hans. Já, þeir mundu meira að segja biðja um hár af höfði honum
til minningar og á banasænginni geta þess í erfðaskrám sínum og
ánefna afkvæmum sínum sem dýrmæta dánargjöf.
Verið þolinmóðir, góðu vinir. Eg má ekki lesa erfðaskrána, það
er ekki rétt, að þið fáið að vita, hve mjög Cæsar urrni ykkur. Þið
eruð ekki trémenn, ekki gerðir úr steini; - þið eru menn. Og af því
að þið eruð menn, munduð þið æsast upp og verða óðir, ef þið
heyrðuð erfðaskrána. Það er gott, að þið vitið ekki, að þið eruð
erfingjar hans; því að - ó, hvað mundi þá verða, ef þið vissuð það?
20